Stríð Hollands og Portúgals

„Kort af frelsun borgarinnar Salvador í Brasilíu“, João Teixeira Albernaz I 1631

Stríð Hollands og Portúgals voru langvinn vopnuð átök hollensku verslunarfélaganna Austur-Indíafélagsins og Vestur-Indíafélagsins við Portúgalska heimsveldið. Þau fólust aðallega í árásum hollenskra skipa á nýlendur og verslunarstaði Portúgala. Á vissan hátt var þetta stríð útflutningur á Áttatíu ára stríðinu í Evrópu milli Hollands og Spánar, þar sem Portúgal var á þessum tíma í konungssambandi við Spán. Stríðið hafði þó í raun lítið með Evrópu að gera og snerist aðallega um tilraunir Hollendinga til að skapa nýlenduveldi og stjórna nýlenduversluninni. Stríðið hófst með orrustunni um Bantam í Indónesíu 27. desember 1601 og því lauk með Haagsáttmálanum árið 1661 þar sem Holland lét Portúgal eftir Hollensku Brasilíu.

Helsta niðurstaða stríðsins var að Portúgal hélt nýlendum sínum í Afríku og Suður-Ameríku en Holland náði að tryggja sér yfirráð yfir nýlendum í Austurlöndum fjær og Suður-Asíu. Englendingar, sem stundum studdu Hollendinga í stríðinu, högnuðust verulega á þessum átökum milli þessara keppinauta sinna.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.