Stjáni blái (enska: Popeye the Sailor Man) var myndasögupersóna sköpuð af Elzie Crisler Segar fyrir bandarísku blaðamiðstöðina King Features Syndicate. Stjáni blái birtist sem persóna í myndasögudálki sem nefndist Thimble Theatre („Fingurbjargarleikhúsið“) þann 17. janúar árið 1929. Nokkrum árum seinna varð Popeye nafn myndasögunnar. Í seinni tíð voru gerðar teiknaðar kvikmyndir, leikþættir, leiknar kvikmyndir og tölvuleikir eftir sögunni. Þó Stjáni hafi orðið aðalpersóna dálksins og ein vinsælasta myndasögupersónan sem King Features skapaði, þá birtist hann ekki fyrr en eftir tíu ára útgáfu myndasögunnar.
Nafn persónunnar á íslensku vísar í Stjána bláa, kunnan sjógarp frá Keflavík sem skáldið Örn Arnarson orti um samnefnt kvæði.