Stórmeistari í skák er skákmaður, sem náð hefur þremur stórmeistaraáföngum og a.m.k. 2500 alþjóðlegum skákstigum (FIDE-stig). Að teknu tilliti til höfðatölu eru á Íslandi flestir stórmeistar í skák af öllum löndum í heiminum.
Íslenskir stórmeistarar í skák í tímaröð
- Friðrik Ólafsson (1958)
- Guðmundur Sigurjónsson (1975)
- Helgi Ólafsson (1985)
- Jóhann Hjartarson (1985)
- Margeir Pétursson (1986)
- Jón L. Árnason (1986)
- Hannes Hlífar Stefánsson (1993)
- Helgi Áss Grétarsson (1994)
- Þröstur Þórhallsson (1996)
- Henrik Danielsen (2006)
- Héðinn Steingrímsson (2007)
- Stefán Kristjánsson (2011)
- Hjörvar Steinn Grétarsson (2013)
- Bragi Þorfinnsson (2018)
- Guðmundur Kjartansson (2021)[1]
- Vignir Vatnar Stefánsson (2023)
Bobby Fischer, fyrrum heimsmeistari í skák, fékk íslenskan ríkisborgararétt 2005 og bjó á Íslandi síðustu æviár sín. Með góðum vilja má kalla hann íslenskan stórmeistara í skák, þó hann hafi aldrei teflt kappskák sem Íslendingur. Þess má einnig geta að Fischer hlaut stórmeistaratitilinn sama ár og Friðrik Ólafsson (1958), þá aðeins 15 ára gamall, en hann var þá sá yngsti í heiminum, sem hlotið hafði stórmeistaratitil.
Heimildir
- ↑ Daðason, Kolbeinn Tumi. „Kom steininum upp á fjallið með bakið upp við vegg - Vísir“. visir.is. Sótt 12. mars 2021.