Sigurður Páll Jónsson (fæddur í Borgarnesi 23. júní 1958) er fyrrum þingmaður fyrir Miðflokkinn.
Sigurður tók fyrst sæti á Alþingi sem varaþingmaður Norðvesturkjördæmis desember 2013, maí, október og desember 2014, maí, nóvember og desember 2015, janúar-febrúar og apríl 2016 og maí 2017, þá fyrir hönd Framsóknarflokksins. Hann var kjörinn á Alþingi fyrir Miðflokkinn í Alþingiskosningum árið 2017.