Robert Wodborn

Robert Wodborn var biskup á Hólum 1441, eða í nokkra mánuði.

Robert Wodborn var enskur einsetumunkur af Ágústínusarreglu, sem fékk árið 1441 páfaveitingu fyrir biskupsembætti á Hólum. Sjá páfabiskupar. Talið er víst að Robert hafi aldrei til Íslands komið, og er því á mörkunum að hægt sé að telja hann meðal Hólabiskupa.

Áslákur Bolt erkibiskup í Niðarósi nýtti sér ákvæði sem kirkjuþingið í Basel hafði veitt skömmu áður, greip fram fyrir hendur páfa og skipaði um 1442 Gottskálk Keniksson í embætti Hólabiskups, áður en Robert Wodborn náði að taka við embættinu. Var þá lokið afskiptum páfa af skipun biskupa á Hólum.

Ekkert annað er vitað um uppruna Roberts Wodborn, né hvenær hann dó.

Heimildir

  • Jón Helgason biskup: Kristnisaga Íslands I, 226.
  • Sigurður Líndal (ritstj.): Saga Íslands V.



Fyrirrennari:
Jón Bloxwich
Hólabiskup
(14411441)
Eftirmaður:
Gottskálk Keniksson