Pia Kjærsgaard

Pia Kjærsgaard
Pia Kjærsgaard árið 2009.
Forseti danska þingsins
Í embætti
3. júlí 2015 – 21. júní 2019
Persónulegar upplýsingar
Fædd23. febrúar 1947 (1947-02-23) (77 ára)
Kaupmannahöfn, Danmörku
ÞjóðerniDönsk
StjórnmálaflokkurFramfaraflokkurinn (1979–1995)
Þjóðarflokkurinn (1995-))
MakiHenrik Thorup (g. 1967)
BörnNan (f. 1967)
Troels (f. 1969)

Pia Merete Kjærsgaard (f. 23. febrúar 1947)[1] er danskur stjórnmálamaður. Hún er fyrrverandi formaður Framfaraflokksins og sat á danska þinginu fyrir þann flokk frá 1984 til 1995. Hún er stofnandi danska Þjóðarflokksins og var formaður flokksins frá 1995 til 2012. Kjærsgaard er á seinni tíð orðin einn þekktasti stjórnmálamaður Danmerkur, einkum fyrir andstöðu hennar gegn fjölmenningu og innflytjendum og fyrir þingstuðning hennar við ríkisstjórnir Anders Fogh Rasmussen og Lars Løkke Rasmussen frá 2001 til 2011.

Þann 7. ágúst 2012 lýsti Kjærsgaard yfir afsögn sinni úr embætti flokksformanns Þjóðarflokksins.[2][3] Hún útnefndi Kristian Thulesen Dahl eftirmann sinn og hann tók við formannsembættinu þann 12. september 2012.[4][5] Kjærsgaard hefur haft talsverð áhrif á hreyfingar sem berjast gegn innflutningi og áhrifum íslam um alla Evrópu.[6] Kjærsgaard var forseti danska þingsins frá árinu 2015 til 2019 og er riddari af fyrstu gráðu í Dannebrogsorðunni. Hún hefur einnig verið sæmd stórkrossi íslensku fálkaorðunnar.[7]

Tilvísanir

  1. Pia Kjærsgaard (DF), Folketinget, skoðað 25. júlí 2018
  2. Christine Cordsen (7. ágúst 2012). „Pia Kjærsgaard stopper som DF-formand“ (danska). Jyllands-Posten.
  3. „Pia Kjærdsgaard går af som partiformand“. Børsen. Sótt 25. júlí 2018.
  4. NIKLAS REHN. „Pia K.: "Det er vemodigt. Jeg ville lyve, hvis jeg sagde andet" (danska). Politiken.
  5. Peter Stanners (8. ágúst 2012). „Pia K to stand aside as DF's leader“ (enska). Copenhagen Post.
  6. Peter Stanners (16. ágúst 2012). „Pia Kjærsgaard's impact extended far beyond the Danish borders that she fought so hard to keep closed“ (enska). Copenhagen post.
  7. Óðinn Svan Óðinsson (19. júlí 2018). „Guðni veitti Piu Kjærsgaard fálkaorðuna“. DV.