Pétur Gunnarsson (fæddur 15. júní 1947) er íslenskur rithöfundur, skáld og þýðandi. Hann er þekktur fyrir skáldsögur sínar eins og Andra-bækurnar, punktur punktur komma strik, Ég, um mig, frá mér, til mín, Persónur og leikendur og Sagan öll, en eftir þeirri fyrstu var gerð vinsæl kvikmynd árið 1980. Hann hefur einnig gefið út ljóðabækur, átti texta á plötunni Lög unga fólksins (1977) og tók þátt í að semja barnaleikritið Grænjaxla.
Síðustu þrjár skáldsögur hans; Myndin af heiminum: Skáldsaga Íslands (2000), Leiðin til Rómar: Skáldsaga Íslands II (2002) og Vélar tímans: Skáldsaga Íslands III (2004) eru sögulegar skáldsögur.
Pétur var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir ritstörf og framlag til íslenskra bókmennta í janúar 2011.
Tengt efni
Tengill