O. J. Simpson-réttarhöldin

O. J. Simpson réttarhöldin voru réttarhöld yfir bandaríska leikaranum og fyrrum NFL-leikmanninum O. J. Simpson en hann var ákærður fyrir að hafa myrt fyrrum eiginkonu sína, Nicole Brown Simpson, og vin hennar, Ronald Lyle Goldman, þann 12. júní 1994. Hann var sýknaður af ákærunni 3. október 1995 en tveimur árum síðar tapaði hann skaðabótamáli og hann dæmdur bótaskyldur. Réttarhöldin drógu að sér mikla fjölmiðlaumfjöllun en O. J. Simpson var með hóp af bestu lögmönnum Bandaríkjanna í verjendateymi sínu sem oft var kallað Dream Team. Þeirra á meðal voru Robert Shapiro, Johnnie Cochran, F. Lee Bailey, Alan Dershowitz, Carl Douglas, Robert Kardashian, Barry Scheck, Peter Neufeld og fleiri [1].

Aðalsaksóknari í málinu var Marcia Clark en meðsaksóknari var Chris Darden en þau hættu bæði störfum sem saksóknarar eftir að Simpson var sýknaður. Eftir réttarhöldin gerðist Clark bókaútgefandi en Darden fór að vinna sem verjendalögmaður.

Árið 2008 var Simpson sakfelldur fyrir vopnað rán en var látinn laus árið 2017. O. J. Simpson lést 10. apríl 2024 [2].

Tilvísanir

  1. Hólmkelsdóttir, Hulda (21 júlí 2017). „Ótrúleg ævi O.J. Simpson - Vísir“. visir.is. Sótt 28 ágúst 2024.
  2. „O.J. Simpson látinn“. www.mbl.is. Sótt 28 ágúst 2024.