Mýrin (kvikmynd)

Mýrin
LeikstjóriBaltasar Kormákur
HandritshöfundurArnaldur Indriðason
Baltasar Kormákur
FramleiðandiAgnes Johansen
Lilja Pálmadóttir
Baltasar Kormákur
Leikarar
KlippingElísabet Ronaldsdóttir
DreifiaðiliSkífan
FrumsýningFáni Íslands 20. október, 2006
Tungumálíslenska

Mýrin er íslensk kvikmynd, gerð eftir samnefndri sögu Arnalds Indriðasonar. Tökur hófust á myndinni í mars 2006, og er myndin í leikstjórn Baltasars Kormáks. Hún var frumsýnd í október sama ár.

Mýrin hlaut Kristalhnöttinn árið 2007, aðalverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Karlovy Vary.[1]

Leikarar

Söguþráður

Roskinn maður finnst myrtur í kjallaraíbúð í Norðurmýrinni. Í skrifborði hans er falin ljósmynd af grafreiti fjögurra ára stúlku. Myndin leiðir lögregluna inn í hina liðnu tíð sem geymir skelfilegan glæp og fjölskylduharmleik.

Tilvísanir

  1. „Mýri Baltasars í kjölfar Amélie“. www.mbl.is. Sótt 1. nóvember 2024.