Mjólkursamsalan, skammstafað MS, er íslenskt hlutafélag í eigu samvinnufélaganna Auðhumlu og Kaupfélags Skagfirðinga sem sinnir sölu og vinnslu á mjólk og mjólkurafurðum. MS varð til í núverandi mynd við hagræðingu í mjólkuriðnaðinum sem hófst skipulega um miðjan tíunda áratuginn þegar stjórnvöld ákváðu að lækka þyrfti kostnað við vinnslu á mjólk.[1] [2] Sameinaðist rúmur tugur félaga í mjólkuriðnaði í færri einingar næsta áratuginn. [3] Mjólkursamsalan í núverandi mynd hefur starfað frá árinu 2007.[4] Elsta fyrirtækið í sameinuðu félagi MS er Mjólkursamlag KEA, sem stofnað var á sérstökum fulltrúaráðsfundi 4. september árið 1927, sem telst vera stofndagur MS.[5] Mjólkursamsalan notar 1-2% af þeim sykri sem fluttur er til Íslands árlega, eða um 150 til 300 tonn[6].
Framleiðslustöðvar
MS framleiðir vörur sínar á eftirfarandi stöðum:[7]
Dótturfyrirtæki
Erlend starfsemi
Árið 2006 hófst útflutningur á skyri til Bandaríkjanna, til Grænlands árið 2007 og til Finnlands árið 2010.[9] Í dag er vörumerki Mjólkursamsölunnar, Ísey skyr fáanlegt i 20 löndum[10]
Árið 2020 var skipulagi Mjólkursamsölunnar breytt. Tvö félög fara með erlenda starfsemi fyrirtækisins en það þriðja með innlenda starfsemi. Mjólkursamsalan er með innlenda starfsemi og Ísey útflutningur ehf. og Ísey Skyr Bar ehf. færðist í félagið MS erlend starfsemi ehf. og hlutur fyrirtækisins í bandaríska skyrfyrirtækinu Icelandic Provisions í félagið MS eignarhald ehf. Öll félögin eru áfram í eigu samvinnufélagana Auðhumlu og Kaupfélags Skagfirðinga.[11]
Íslenskuátök
Frá árinu 1994 hefur fyrirtækið lagt mikið kapp á störf í þágu íslenskrar tungu. Sama ár samdi Þórarinn Eldjárn íslenskuljóðið sem hefst á orðunum „Á íslensku má alltaf finna svar“ sérstaklega fyrir MS í tilefni af samstarfi MS og Íslenskrar málnefndar. Ljóðið er ort við þekkt lag eftir Atla Heimi Sveinsson.
Mjólkurfernur hafa oft verið skreyttar ljóðum og smásögum. Árið 2018 fékk MS heiðursverðlaun hvatningarverðlauna viðskiptalífsins um eftirtektaverða notkun á íslenskri tungu.[12]
Heimildir
Tenglar