Atli Heimir Sveinsson

Atli Heimir Sveinsson (21. september 1938 - 2019) var íslenskt tónskáld. Hann fékk Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 1976 fyrir „Konsert fyrir flautu og hljómsveit" sem hann samdi fyrir kanadiska flautuleikarann Robert Aitken. Atli er í hópi kunnustu tónskálda Íslands, og er þekktastur fyrir tónlist sem hann hefur samið fyrir leikrit.

Atli Heimir Sveinsson fæddist í Reykjavík, sonur hjónanna Kristínar Guðmundsdóttur og Sveins Þórðarsonar sem var aðalgjaldkeri Búnaðarbankans. Hann fór snemma að fást við tónlist og stundaði tónlistarnám á Íslandi, ásamt námi i menntaskóla, og að afloknu stúdentsprófi hóf hann tónlistarnám erlendis. Atli var á sínum tíma eina íslenska tónskáldið sem numið hafði raftónlist við háskóla sérstaklega. Síðan hann lauk tónlistarnámi sinu hefur hann starfað sem tónskáld og tónlistarmaður í Reykjavik.

Atli var á sínum tíma tónlistarkennari Menntaskólans í Reykjavík og hafði fyrr á árum umsjón með tónlistarþáttum í Rikisútvarpinu.

Eitt og annað

Tengt efni

Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs

Tenglar

  Þessi æviágripsgrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.