Gatwick er 5 km norðan megin við Crawley í Vestur-Sussex, og 45,7 km sunnan megin við London. Flugvöllurinn er í eigu og undir stjórn BAA, sem á og stjórnar sex öðrum breskum flugvöllum. Fjöldi ferðamannanna náði hámarki árið 2007 þegar í fyrsta sinn notuðu yfir 35 milljónir manna flugvöllinn. Samt sem áður dróu úr fjölda ferðamanna um 2,9% árið 2008 þegar 34.205.887 manns og 263.653 flugvélar notuðu flugvöllinn. Haldið var upp á 50 ára afmæli flugvallarins árið 2008, Elísabet 2. Bretadrottning opnaði flugvöllinn þann 9. júní1958.