Leicester Square

Leicester Square um kvöldin.

Leicester Square (borið fram [/ˈlɛstər skwɛər/]) er torg eingöngu fyrir fótgangendur í West End í London, á Englandi. Torgið liggur í Westminsterborg vestan við Charing Cross Road, norðan Trafalgar Square og austan við Piccadilly Circus. Nú á dögum er svæðið umkringt af kvikmyndahúsum, veitingahúsum, kráum, næturklúbbum og er yfirleitt mjög fjölsótt, sérstaklega um helgar. Leicester Square er miðpunktur kvikmyndahúsanna í London og það er eitt götumerki á torginu með nafninu „Theatreland“. Talið er að kvikmyndahúsið með flestum sætum (yfir 1600) og stærsta tjaldið sé við torgið. Torgið er aðalstaðurinn í London þar sem stórar frumsýningar eiga sér stað. London Film Festival er haldin árlega á torginu.

Í miðju torgsins liggur lítill garður þar sem er stytta frá 19. öldinni af William Shakespeare, umlukin af höfrungum. Á hverju horni garðsins er brjóstmynd, þessar brjóstmyndir sýna vísindamanninn Isaac Newton; Joshua Reynolds, fyrsta forseta Royal Academy; skurðlækninn John Hunter og málarann William Hogarth.

  Þessi Lundúnagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.