Piccadilly Circus er fræg gatnamót og torg í West End í Westminsterborg í London. Gatnamótin voru lögð árið 1819 til þess að tengja Regent Street við stóru verslunargötuna Piccadilly. Orðið circus, sem er úr latínu og þýðir hringur, táknar hér hringlaga torg á gatnamótum.
Í dag tengist Piccadilly Circus við Shaftesbury Avenue, The Haymarket, Coventry Street (og síðan Leicester Square) og Glasshouse Street. Gatnamótin eru nærri helstu verslunar- og skemmtistöðum í miðju West End-hverfinu. Á Piccadilly Circus mætast mikilvægar samgönguæðar og það hefur orðið að ferðamanna- og samkomustað þar sem alltaf er margt um manninn. Það er alltaf mikil umferð um götur sem liggja að Piccadilly Circus og gangandi vegfarendur eru fjölmargir.