Lauren Cohan (fædd 7. janúar 1982) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Supernatural, The Walking Dead, Chuck (sjónvarpsþáttur) og The Vampire Diaries
Ævisaga
Lauren fæddist í Philadelphiu í Pennsylvaníu og bjó í Cherry Hill Township í New Jersey í æsku áður en hún fluttist í Bretlands. Móðir Laurens snérist yfir í gyðingadóm eftir að hafa gifts stjúpföður hennar. Var hún alin upp í trúnni en hún telur sjálfan sig ekki trúaða í dag.[1] Lauren útskrifaðist frá University of Winchester (King Alfred's College) þar sem hún lærði leiklist og enskar bókmenntir áður en hún ferðaðist með leikhúsi sem hún stofnaði með öðrum í háskólanum. Lauren skiptir tíma sínum og vinnu milli London og Los Angeles, ásamt því að vinna við nokkrar kvikmyndir ásamt verkefnum tengdum auglýsingum.
Ferill
Sjónvarp
Fyrsta sjónvarpshlutverk Cohan var árið 2007 í sápuóperunni The Bold and the Beautiful. Hefur hún síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við CSI: NY, Modern Family og Law & Order: Special Victims Unit.
Cohan lék stór gestahlutverk í Supernatural sem Bela Talbot frá 2007-2008, sem Vivian Volkoff í Chuck (sjónvarpsþáttur) árið 2011 og sem Rose í The Vampire Diaries frá 2010-2012.
Cohan hefur síðan 2011 leikið Maggie Greene í uppvakningsþættinum The Walking Dead.
Kvikmyndir
Fyrsta kvikmyndahlutverk Cohan var árið 2005 í The Quiet Assassin. Hefur hún síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Van Vilder 2: The Rise of Taj, Float, Casanovaog Young Alexander the Great.
Kvikmyndir og þættir
Kvikmyndir
|
Ár
|
Kvikmynd
|
Hlutverk
|
Athugasemd
|
2005
|
The Quiet Assassin
|
ónefnt hlutverk
|
|
2005
|
Casanova
|
Systir Beatrice
|
|
2006
|
Van Vilder 2: The Rise of Taj
|
Charlotte
|
|
2008
|
Float'
|
Emily Fulton
|
|
2010
|
Young Alexander the Great
|
Leto
|
|
2010
|
Practical
|
Lauren
|
Lokið
|
Sjónvarp
|
Ár
|
Titill
|
Hlutverk
|
Athugasemd
|
2007
|
The Bold and the Beautiful
|
Starfsmaður Forrester Creations
|
Þáttur: ?
|
2007-2008
|
Supernatural
|
Bela Talbot
|
6 þættir
|
2008
|
Valentine
|
Johanna Clay
|
Þáttur: Pilot
|
2009
|
Life
|
Jackie Amos
|
Þáttur: Initiative 38
|
2010
|
CSI: NY
|
Meredith Muir
|
Þáttur: Flag on the Play
|
2010
|
Cold Case
|
Rachel Malone árið 1986
|
Þáttur: One Fall
|
2010
|
Modern Family
|
Ritari
|
Þáttur: Unplugged
|
2010
|
The Vampire Diaries
|
Rose
|
5 þættir
|
2011
|
Chuck (sjónvarpsþáttur)
|
Vivian Volkoff
|
5 þættir
|
2011
|
Heavenly
|
Lily
|
Sjónvarpsmynd
|
2011-2012
|
The Walking Dead
|
Maggie Greene
|
12 þættir
|
Tilvísanir
- ↑ "Fall TV Preview: Lauren Cohan" Geymt 15 janúar 2008 í Wayback Machine, American Jewish Life, September / October 2007. Accessed December 5, 2007. Eftir að hafa fluttst til Englands frá Philadelphiu þar sem helmingur af vinum hennar voru gyðingar var hún hissa á því að aðeins hún og skólamestarinn væri þau einu sem voru gyðingar.
Heimildir
Tenglar