Joseph Schumpeter

Joseph Schumpeter

Joseph Alois Schumpeter (8. febrúar 18838. janúar 1950) var einn merkasti hagfræðingur 20. aldarinnar. Schumpeter fæddist í Móravíu, þá Austurríki-Ungverjalandi, nú Tékklandi. Þekktastur er hann fyrir hagfræðiskrif um hagsveiflur, þróun hagkerfa og ekki síst hina „skapandi eyðileggingu athafnaskálda kapítalismans“ sem hann taldi forsendu nýsköpunar og framfara. Hann kenndi lengi við Harvard-háskóla í Massachusetts í Bandaríkjunum.

Ævi

Joseph Schumpeter fæddist í smábænum Triesch, í Móravíu, Austurríska ungverska Keisaradæminu. Hann flutti ásamt einstæðri móður sinni til Graz og síðar til Vínarborgar. Schumpeter var snemma talinn afburðarnemandi og hlaut lof kennara sinna. Hann hóf nám í lögfræði við Háskólann í Vín undir leiðsögn hins þekkta Eugen von Böhm-Bawerk. Doktorsprófi lauk hann árið 1906.

Árið 1909 varð hann prófessor í hagfræði við Háskólann í Czernowitz. Á árunum 1919-1920 starfaði hann sem fjármálaráðherra Austurríkis, með nokkrum árangri. Árið 1920 varð hann stjórnarformaður Biedermann einkabankans sem féll síðan árið 1924 og dró Schumpeter með sér í gjaldþrot.

Á árunum 1925-1932 var hann prófessor við Háskólann í Bonn í Þýskalandi. Hann kenndi einnig við Harvard-háskóla 1927-1928 og einnig 1930. Hann flýði uppgang þjóðernishreyfingar Þýskalands til Bandaríkjanna þar sem hann kenndi frá 1932 allt til dauðadags 8. janúar 1950.

Þrátt fyrir að Schumpeter hafi ekki þótt sérstakur kennari í Harvard eignaðst hann tryggan áhangendahóp. Hann þótti einnig umdeildur, skoðanir hans þóttu gamaldags og í takt við kenningar Keynes sem naut þá mikillar hylli.

Framlag til hagfræði

Schumpeter er þekktastur fyrir hagfræðiskrif um hagsveiflur, þróun hagkerfa og ekki síst hina „skapandi eyðileggingu athafnaskálda kapítalismans“ sem hann taldi forsendu nýsköpunar og framfara.

Hlutverk skapandi eyðileggingar

Framlag Shumpeters til hagfræðigreiningar og viðskipta var fjölbreytt en einkum er hann þekktur fyrir að draga fram á dagsljósið mikilvægi frumkvöðla í þróun hagkerfa til langs tíma[1] Shumpeter taldi að þegar fyrirtækjum væri stjórnað af frumkvöðlum gætu þau notið  mikillar velgengni. Var hann þeirrar skoðunar að grundvallarvandamál í fyrirtækjarekstri væru oft komin til vegna árangurs en ekki mistaka. Hann átti þá við að það gætu skapast vandamál þegar fyrirtækið væri ekki lengur skapandi  og þyrfti þá að aðlaga menningu fyrirtækisins að nýju til að skapa samkeppnisforskot.[1] Nýsköpunarfyrirtækin þyrftu þá að fara í gegnum svokallaða nýsköpunarhringrás (innovation cycle). Þróunarkenningu Shumpeters hefur verið lýst sem ,,hlutverk skapandi eyðileggingar’’sem felur í sér að síendurtekinn vöxtur er knúinn fram af nýsköpun og eftirlíkingu.[2]


Tengist hlutverk skapandi eyðingar vel kenningum Schumpeters um athafmanninn þar sem nýsköpun frumkvöðla. Frumkvöðullinn fær hugmynd sem unnin er áfram þar til vara eða þjónusta verðu til sem hægt er að selja. varan er svo seld og tekur þar með hlutverk annarar vöru sem þá í einhverjum tilvikum fær að gjalda fyrir það.[2]

Í dag mætti nefna rafvæðingu bílaflotanns sem dæmi. Frumkvöðull byrjar að framleiða rafmagnsbíla sem dregur úr þörf fyrir bíla knúna af jarðefnaeldsneyti, almenningur fer í auknum mæli að versla slíkar birfeiðar. Eftir því sem stærri hluti bíla í heiminum verður rafvæddur dregur úr þörf fyrir jarðefnaeldsneyti og sölustöðvar fyrir slíkt. í fullkomnu kerfi gætu þeir sem áður framleiddu túrbínur í bensínbíla gætu því farið að framleiða batterý í rafmangsbíla og svo framvegis. Með þessu er því rafmagnið að eyðingleggja fyrir bensíninu en á móti er að verða til vara sem margir telja betri fyrir heildamyndina.


Nýsköpun  

Hagkerfi þarfnast breytinga og framþrúnar til að vaxa og dafna. Schumpeter skýrði helsta drifkraft beytinga í hagkerfum vera nýsköpun og lagði mikla áherslu á að henni yrði gert hátt undir höfði. Helst þetta þónokkuð í hendur við kenningar hanns um bæði frumkvöðlastarfsemu og Mark II þar sem Schumpeter fjallar um þátt stórfyrirtækja í nýsköpun.

Kenningum um nýsköpun til stuðnings fjallar Schumpeter um það hvernig fyrirtæki sem hafa náð tækniþróun á ákveðið stig hafi bara forskot til skamms tíma þar til samkeppnin mætir þessum yfirburðum með svipuðum aðferðum. Til þess að stemma stigum við þetta þurfi fyrirtæki stöðugt að vinn að nýsköpun og þróun.

Athafnamaðurinn, Frumkvöðullinn

Schumpeter er þekktur fyrir kenningar sínar um athafnamennsku og frumkvöðlastarfsemi er hann talinn hafa gert hugmyndafræði greinarinnar mikla greiða og hafi hann verið bautryðjandi í þeim efnum, Hagfræðingum bar ekki saman um það hvernig nýsköpun og tækniþróun hafði áhrif á hagkerfið og vöxt þess. Taldi Schumpeter að nýsköppun og tækniframfarir séu beinlínis keyrð áfram athafnasemi einstaklinga og þeirra sem tilbúnir eru að fara út fyrir boxið.[3]Frumkvöðullinn er talinn leiddur áfram af væntum hagnaðir verkefna hanns í frammtíðinni.[3]

Samhliða þessari kennningu lagði hann fram orðið “Unternehmergeist” sem á að lýsa athafnasamri mannersku sem fer nýjar leiðir og er til þess búin að breyta gömlum aðferðum.[3]

Mark I -

Mark nafnið er notað fyrir helstu kenningar Schumpeter en Mark II kenningin er kenning sem Schumpeter setti fram á árum sínum sem háskólaprófessor í Harvard.

Schumpeter setti fram kenningu þess efnis að stórfyrirtæki héldu uppi hagkerfinu og nýsköpun inni í kerfinu, fyrirtækin gerðu það með því að hafa undir höndum fjármagn til að fjárfesta í rannsóknum og nýsköðun á vettvangi vara og þjónustu. Afleiðing þeirrar fjárfestingar væri svo að fyrirtækin boðið vöru ódýrari og því samhliða auka lifsgæði almennings.[4]

Til að tengja slíka kenningu við raunveruleikann má negna innkomu Bónus verslunarkeðjunar í íslenskt hagkerfi. Innkoma lágvöruverslunnarinnar á markaðinn lækkaði vöruverð á nauðsynjavörum heimilanna með nýjum og hagkvæmari leiðum, þetta gerði það að verkum að íslennskur almenningur gat verslað meira fyrir hverja krónu. Af því má ætla að áhrif þess stórfyrirtækis hafi orðið til bættra lífsskilirða almennings í landinu.

Ný sýn á kapítalisma

Í einni þekktustu bók sinni, Kapítalismi, jafnaðarstefna og lýðræði, sem kom út árið 1942 sagðist Schumpeter vera efins á framtíð kapítalismans. Shumpeters hafði aðar hugmyndir um kapitalisma en höfðu áður komið fram. Hann taldi að hagnaður væri ekki tilkominn vegna rányrkju á vinnuafli né samsöfnun fjármagns heldur vegna þess að þegar hagkerfi væri orðið staðnað þá myndi hin eðlilega hringrás hætta að fylgja sinni venjubundinni leið. Nýsköpun í tækni sem og hugvit til að gera hluti með ódýrari hætti væri ástæða hagnaðar.[4] Hann taldi að hagnaður væri afsprengi viljastyks og hæfni frumkvöðla og að sá hagnaður myndi hverfa um leið og kapítalistarnir lærðu inná nýsköpunaðferðir frumkvöðulsins.[4]

Schumpeter er einnig þekktur fyrir kenningu sína um fulltrúalýðræði þess efnis að það snúist um heiðarlegar og reglulegar kosningar þar sem stjórnmálamenn keppast um hylli kjósenda en eftir að umboðið sé veitt geti þeir starfað eftir eigin sannfæringu frekar en almannavilja.


Helstu verk

Þekktustu verk hans feitletruð.

  • „Über die mathematische Methode der theoretischen Ökonomie“, 1906, ZfVSV.
  • „Das Rentenprinzip in der Verteilungslehre“, 1907, Schmollers Jahrbuch.
  • Wesen und Hauptinhalt der theoretischen Nationalökonomie (ensk þýð. The Nature and Essence of Theoretical Economics), 1908.
  • „On the Concept of Social Value“, 1909, Quarterly Journal of Economics.
  • Wie studiert man Sozialwissenschaft, 1910 (þýð. J.Z. Muller, „How to Study Social Science“, Society 2003)
  • „Marie Esprit Leon Walras“, 1910, ZfVSV.
  • „Über das Wesen der Wirtschaftskrisen“, 1910, ZfVSV.
  • Theorie der wirtschaftlichen Entwicklung (þýð. 1934, The Theory of Economic Development: An inquiry into profits, capital, credit, interest and the business cycle) 1911. Hér er bókin frá Google bókasafninu á ensku
  • Economic Doctrine and Method: An historical sketch, 1914.
  • „Das wissenschaftliche Lebenswerk Eugen von Böhm-Bawerks“, 1914, ZfVSV.
  • Vergangenkeit und Zukunft der Sozialwissenschaft, 1915.
  • The Crisis of the Tax State, 1918.
  • „The Sociology of Imperialism“, 1919, Archiv für Sozialwissenschaft und Sozialpolitik
  • „Max Weber's Work“, 1920, Der österreichische Volkswirt.
  • „Carl Menger“, 1921, ZfVS.
  • „The Explanation of the Business Cycle“, 1927, Economica
  • „Social Classes in an Ethnically Homogeneous Environment“, 1927, Archiv für Sozialwissenschaft und Sozialpolitik.
  • „The Instability of Capitalism“, 1928, EJ.
  • Das deutsche Finanzproblem, 1928.
  • „Mitchell's Business Cycles“, 1930, Quarterly Journal of Economics.
  • „The Present World Depression: A tentative diagnosis“, 1931, Economic Review.
  • „The Common Sense of Econometrics“, 1933, Econometrica.
  • „Depressions: Can we learn from past experience?“, 1934, í Economics of the Recovery Program.
  • „The Nature and Necessity of a Price System“, 1934, Economic Reconstruction.
  • „Review of Robinson's Economics of Imperfect Competition“, 1934, Journal of Political Economy.
  • „The Analysis of Economic Change“, 1935, REStat.
  • „Professor Taussig on Wages and Capital“, 1936, Explorations in Economics.
  • „Review of Keynes's General Theory“, 1936, JASA.
  • Business Cycles: A theoretical, historical and statistical analysis of the Capitalist process, 1939.
  • „The Influence of Protective Tariffs on the Industrial Development of the United States“, 1940, Proceedings of AAPS.
  • „Alfred Marshall's Principles: A semi-centennial appraisal“, 1941, Economic Review.
  • „Frank William Taussig“, 1941, Quarterly Journal of Economics.
  • Capitalism, Socialism and Democracy, 1942. Hér er bókin frá Google bókasafninu.
  • „Capitalism in the Postwar World“, 1943, Postwar Economic Problems.
  • „John Maynard Keynes“, 1946, Economic Review.
  • „The Future of Private Enterprise in the Face of Modern Socialistic Tendencies“, 1946, Comment sauvegarder l'entreprise privée
  • Rudimentary Mathematics for Economists and Statisticians, ásamt W.L.Crum, 1946.
  • „Capitalism“, 1946, Encyclopaedia Britannica.
  • "The Decade of the Twenties", 1946, Economic Review.
  • „The Creative Response in Economic History“, 1947, Journal of Economic History.
  • „Theoretical Problems of Economic Growth“, 1947, Journal of Economic History.
  • „Irving Fisher's Econometrics“, 1948, Econometrica.
  • „There is Still Time to Stop Inflation“, 1948, Nation's Business.
  • „Science and Ideology“, 1949, Economic Review.
  • „Vilfredo Pareto“, 1949, Quarterly Journal of Economics.
  • „Economic Theory and Entrepreneurial History“, 1949, Change and the Entrepreneur
  • „The Communist Manifesto in Sociology and Economics“, 1949, Journal of Political Economy.
  • „English Economists and the State-Managed Economy“, 1949, Journal of Political Economy.
  • „The Historical Approach to the Analysis of Business Cycles“, 1949, NBER Conference on Business Cycle Research.
  • „Wesley Clair Mitchell“, 1950, Quarterly Journal of Economics.
  • „March into Socialism“, 1950, American Economic Review.
  • Ten Great Economists: From Marx to Keynes, 1951. Hér er bókin frá Google bókasafninu
  • Imperialism and Social Classes, 1951 (endurpr. frá 1919, 1927)
  • Essays on Economic Topics, 1951.
  • „Review of the Troops“, 1951, Quarterly Journal of Economics.
  • History of Economic Analysis, (kom út að honum látnum, ritstj. Elisabeth Boody Schumpeter), 1954.
  • „American Institutions and Economic Progress“, 1983, Zeitschrift fur die gesamte Staatswissenschaft
  • „The Meaning of Rationality in the Social Sciences“, 1984, Zeitschrift fur die gesamte Staatswissenschaft
  • „Money and Currency“, 1991, Social Research.
  • Economics and Sociology of Capitalism, 1991. Hér er bókin frá Google bókasafninu

Heimildir

Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 Louis Galambos. The innovative organization: Viewed from the Shoulders of Schumpter, Chandler, Lazonick, et al. Johns Hopkins University.
  2. 2,0 2,1 Bo Sandelin; Hans-Michael Trautwein (2016). A Short History of Economic Thought.
  3. 3,0 3,1 3,2 Schumpeter, Joseph Alois (1983). The Theory of Economic Development: An Inquiry Into Profits, Capital, Credit, Interest, and the Business Cycle (enska). Transaction Publishers. ISBN 978-0-87855-698-4.
  4. 4,0 4,1 4,2 Robert L. Heilbroner (1999). The Worldly Philosophers, The lives, Times and Ideas of the Great Economic Thinkers, Seventh Edition.