Jonas Gahr Støre (fæddur 25. ágúst1960) er norskur stjórnmálamaður og núverandi forsætisráðherra Noregs. Støre hefur verið leiðtogi norska Verkamannaflokksins frá árinu 2014 og var utanríkisráðherra Noregs í annarri ríkisstjórn Jens Stoltenbergs frá 2005 til 2012. Støre tók við embætti forsætisráðherra í október árið 2021 eftir þingkosningar mánuðinn áður.
Þá lá leið hans fyrst til lagadeildar Harvard-háskóla þar sem hann kenndi í eitt skólaár. Frá 1986 til 1989 stundaði hann fræðastörf við Norwegian School of Management. Á árunum 1989 til 1995 starfaði hann sem ráðgjafi hjá forsætisráðuneyti Noregs. Því næst var hann sendiherra Noregs hjá SÞ frá 1995 til 1998. Á eftir fylgdi staða hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni undir Gro Harlem Brundtland. Því næst var hann ráðinn starfsmannastjóri Jens Stoltenbergs 2000-1.
Jonas vann 2002 til 2003 hjá norsku hugveitunni Econ Analyse og 2003 til 2005 sem framkvæmdastjóri norska Rauða krossins.
Norska vinstriblokkin vann sigur í þingkosningum í september árið 2021.[1] Støre tók við af Ernu Solberg sem forsætisráðherra Noregs þann 14. október og fer fyrir minnihlutastjórn Verkamannaflokksins og Miðflokksins.[2]
Verkamannaflokkurinn hefur tapað miklu fylgi frá því að Støre varð forsætisráðherra. Í sveitastjórnarkosningum árið 2023 lenti Verkamannaflokkurinn í öðru sæti og var þetta í fyrsta skipti í tæpa öld sem flokkurinn hlaut ekki flest atkvæði.[3]