Jeppe Aakjær
Jeppe Aakjær |
Fæddur:
|
10. september 1866(1866-09-10) Aakjær
|
Látinn: | 22. apríl 1930 (63 ára) Jenle |
---|
Starf/staða: | Ljóðskáld og skáldsagnahöfundur |
---|
Þjóðerni: | Dani |
---|
Umfangsefni: | Jótland |
---|
Bókmenntastefna: | Þjóðernisstefna |
Jeppe Aakjær (f. 10. september 1866, d. 22. apríl 1930) var danskt ljóðskáld og skáldsagnahöfundur. Aakjær fylgdi þjóðernisstefnunni. Helsta viðfangsefni hans var Jótland. Hann var einnig þekktur fyrir að lýsa í ljóðum sínum áhyggjum af fátækt og lenti tvítugur í fangelsi fyrir sósíalískar skoðanir sínar.
Frá 1907 til dauðadags bjó hann á sínum eigin bóndabæ í Jenle þar sem hann fékk mikinn frið til að yrkja ljóð og skrifa skáldsögur sínar. Hann var einn af Limafjarðarskáldunum ásamt til dæmis Johannes V. Jensen, Jakob Knudsen og Johan Skjoldborg.