Javier Pérez de Cuéllar

Javier Pérez de Cuéllar
Pérez de Cuéllar árið 1982.
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna
Í embætti
1. janúar 1982 – 31. desember 1991
ForveriKurt Waldheim
EftirmaðurBoutros Boutros-Ghali
Forsætisráðherra Perú
Í embætti
22. nóvember 2000 – 28. júlí 2001
ForsetiValentín Paniagua
ForveriFederico Salas
EftirmaðurRoberto Dañino
Persónulegar upplýsingar
Fæddur19. janúar 1920
Líma, Perú
Látinn4. mars 2020 (100 ára) Líma, Perú
ÞjóðerniPerúskur
MakiYvette Roberts (1922–2013)
Marcela Temple Seminario (1933–2013)
Undirskrift

Javier Felipe Ricardo Pérez de Cuéllar Guerra (f. 19. janúar 1920, d. 4. mars 2020)[1] var perúskur erindreki og stjórnmálamaður sem var fimmti aðalritari Sameinuðu þjóðanna frá 1. janúar 1982 til 31. desember 1991.

Pérez de Cuéllar var fulltrúi á fyrsta Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 1946. Sem aðalritari Sameinuðu þjóðanna frá 1982 til 1991 var eitt hans fyrsta verkefni að stýra viðræðum milli Bretlands og Argentínu um yfirráð Falklandseyja í kjölfar Falklandseyjastríðsins. Hann átti jafnframt þátt í því að semja um vopnahlé í stríði Íraks og Írans.[2]

Hann bauð sig fram í forsetakosningum Perú árið 1995 en tapaði fyrir Alberto Fujimori. Þegar Fujimori sagði af sér varð Pérez de Cuéllar forsætisráðherra og utanríkisráðherra Perú frá 2000 til 2001. Árið 2004 sagði hann af sér sem sendiherra Perú í Frakklandi. Pérez de Cuéllar var einnig meðlimur í Madrid-klúbbnum, hópi meira en 100 fyrrverandi forseta og forsætisráðherra lýðræðisríkja sem vinna að því að efla lýðræði um heim allan.[3] Þegar Pérez de Cuéllar lést var hann bæði elsti lifandi fyrrverandi forsætisráðherra Perú og Aðalritari Sameinuðu þjóðanna.

Tilvísanir

  1. Profile of Javier Pérez de Cuéllar
  2. „Perez de Cuéllar látinn“. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu. 5. mars 2020. Sótt 8. mars 2020.
  3. „Former Heads of State and Government | Club de Madrid“. Clubmadrid.org. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. september 2015. Sótt 11. maí 2015.


Fyrirrennari:
Kurt Waldheim
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna
(1. janúar 198231. desember 1991)
Eftirmaður:
Boutros Boutros-Ghali
Fyrirrennari:
Federico Salas
Forsætisráðherra Perú
(22. nóvember 200028. júlí 2001)
Eftirmaður:
Roberto Dañino