Yvette Roberts (1922–2013) Marcela Temple Seminario (1933–2013)
Undirskrift
Javier Felipe Ricardo Pérez de Cuéllar Guerra (f. 19. janúar 1920, d. 4. mars 2020)[1] var perúskur erindreki og stjórnmálamaður sem var fimmti aðalritariSameinuðu þjóðanna frá 1. janúar 1982 til 31. desember 1991.
Hann bauð sig fram í forsetakosningum Perú árið 1995 en tapaði fyrir Alberto Fujimori. Þegar Fujimori sagði af sér varð Pérez de Cuéllar forsætisráðherra og utanríkisráðherra Perú frá 2000 til 2001. Árið 2004 sagði hann af sér sem sendiherra Perú í Frakklandi. Pérez de Cuéllar var einnig meðlimur í Madrid-klúbbnum, hópi meira en 100 fyrrverandi forseta og forsætisráðherra lýðræðisríkja sem vinna að því að efla lýðræði um heim allan.[3] Þegar Pérez de Cuéllar lést var hann bæði elsti lifandi fyrrverandi forsætisráðherra Perú og Aðalritari Sameinuðu þjóðanna.