Jón Karel Kristbjörnsson

Jón Karel Kristbjörnsson
Upplýsingar
Fæðingardagur 19. desember 1911
Fæðingarstaður    Ísland
Dánardagur    17. júní 1933
Dánarstaður    Reykjavík, Ísland
Leikstaða Markvörður
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
19??–1933 Valur

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Jón Karel Kristbjörnsson (19. desember 1911 – 17. júní 1933) var íslenskur knattspyrnumaður sem spilaði stöðu markvarðar fyrir Val og varði mark félagsins þegar það varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 1930. Sama ár keppti hann með úrvalsliði Íslendinga á móti úrvalsliði Færeyja í Þórshöfn í Færeyjum þar sem Íslendingar fóru með sigur af hólmi, 1-0.[1] Í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn 1933, þann 13. júní, hlaut Jón Karel lífshættuleg innvortis meiðsl eftir samstuð við andstæðing og lést á sjúkrahúsi fjórum dögum síðar af lífhimnubólgu.[2][3][4] Hann var eini leikmaðurinn sem lést af völdum meiðsla í knattspyrnuleik á Íslandi þar til Ármenningurinn Haukur Birgir Hauksson lést 40 árum seinna, þann 30. júlí 1973, af völdum meiðsla sem hann hlaut í leik Ármanns og Vals í 1. flokki mánuði áður.[5]

Titlar

Heimildir

  1. „Íslenzku knattspyrnumennirnir í Færeyjum“. Alþýðublaðið. 30. júlí 1930. bls. 2. Sótt 23. júlí 2022 – gegnum Tímarit.is.
  2. „Látinn maður með á liðsmynd“. Morgunblaðið. 28. nóvember 2010. bls. 20. Sótt 23. júlí 2022 – gegnum Tímarit.is.
  3. Þorsteinn Ólafsson (1. maí 2015). „Valsmenn heiðra minningu Jóns Karel Kristbjörnssonar“. Valsblaðið. bls. 27. Sótt 23. júlí 2022 – gegnum Tímarit.is.
  4. Helgi Hrafn Guðmundsson (4. maí 2013). „Valur-KR upp á líf og dauða“. Lemúrinn. Sótt 23. júlí 2022.
  5. „Lézt eftir meiðsli í knattspyrnuleik á Ármannsvelli“. Vísir. 31. júlí 1973. bls. 8. Sótt 23. júlí 2022 – gegnum Tímarit.is.