Haukur Birgir Hauksson

Haukur Birgir Hauksson
Upplýsingar
Fæðingardagur 16. mars 1944
Fæðingarstaður    Reykjavík, Ísland
Dánardagur    30. júlí 1973
Dánarstaður    Reykjavík, Ísland
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
1968–1973 Ármann

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Haukur Birgir Hauksson (16. mars 1944 – 30. júlí 1973) var íslenskur knattspyrnumaður. Hann hóf að leika knattspyrnu með meistaraflokki og 1. flokki Ármanns við stofnun knattspyrnudeildar félagsins árið 1968 auk þess að þjálfa hjá því.[1] Þann 26. júní 1973, hlaut hann alvarleg innvortis meiðsl eftir samstuð við andstæðing í leik Ármanns og Vals í 1. flokki[2] og lést að lokum rúmlega mánuði seinna af völdum þeirra.[3] [4][5] Hann var fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að látast af meiðslum í leik í 40 ár eða síðan Jón Karel Kristbjörnsson, markvörður Vals, lést af völdum meiðsla sem hann hlaut við samstuð við leikmann KR í úrslitaleik Íslandsmótsins 1930.[6]

Heimildir

  1. „Haukur Birgir Hauksson - Minning“. Morgunblaðið. 12. ágúst 1973. bls. 22 – gegnum Tímarit.is.
  2. „Ódrengileg framkoma á leikvelli“. Tíminn. 28. júní 1973. bls. 16. Sótt 23. júlí 2022 – gegnum Tímarit.is.
  3. „Haukur látinn“. Morgunblaðið. 1. ágúst 1973. bls. 30. Sótt 23. júlí 2022 – gegnum Tímarit.is.
  4. „Knattspyrnumaður úr Ármanni lézt af völdum meiðsla í knattspyrnuleik“. Tíminn. 31. júlí 1973. bls. 17. Sótt 23. júlí 2022 – gegnum Tímarit.is.
  5. „Lézt eftir meiðsli í knattspyrnuleik á Ármannsvelli“. Vísir. 31. júlí 1973. bls. 8. Sótt 23. júlí 2022 – gegnum Tímarit.is.
  6. „Látinn maður með á liðsmynd“. Morgunblaðið. 28. nóvember 2010. bls. 20. Sótt 23. júlí 2022 – gegnum Tímarit.is.