Ingram Bywater (27. júní 1840 – 1914) var enskur fornfræðingur.
Bywater fæddist í London 27. júní árið 1840. Hann var menntaður við University College School og King's College School, síðan við Queens College, Oxford. Hann varð félagi á Exeter College, Oxford (1863), lesari í grísku (1883) og Regius prófessor í grísku við Oxford-háskóla (1893–1908).
Bywater er einkum þekktur fyrir útgáfur sínar á forngrískum heimspekiritum: Heracliti Ephesii Reliquiae (1877); Prisciani Lydi quae extant (1886); Aristotle, Ethica Nicomachea (1890), De Arte Poetica (1898); Contributions to the Textual Criticism of the Nicomachean Ethics (1892).