Hertogadæmið Savoja

Hertogadæmið (litað rautt) árið 1494

Hertogadæmið Savoja bjó Sigmundur keisari Heilaga rómverska ríkisins til árið 1416 þegar hann gerði Amadeus 8. greifahertoga. Hertogadæmið náði yfir landsvæðið sem áður var greifadæmið Savoja, en er nú á dögum frönsku héruðin Savoie, Haute-Savoie, Alpes-Maritimes og ýmis svæði í Ágústudal og Fjallalandi í norðvesturhluta Ítalíu. Savojaættin ríkti yfir hertogadæminu alla tíð. Á 18. öld jukust völd Savojaættarinnar þegar Konungsríkið Sardinía varð til í kjölfar Spænska erfðastríðsins. Frá árinu 1563 var Tórínó höfuðborg hertogadæmisins en hafði áður verið Chambéry. Þar sem stærstur hluti ríkisins var nú sunnan Alpafjalla og ítölskumælandi óx óánægja frönskumælandi hluta þess. Árið 1792 lagði Ítalíuher Napoléons Savoja undir sig en eftir Vínarþingið var stjórn Savojaættarinnar endurreist. Þegar sameining Ítalíu átti sér stað varð að samkomulagi milli Frakklands og Sardiníu 1860 að Frakkland innlimaði frönskumælandi héruðin (gamla hertogadæmið Savoja og greifadæmið Nice), en ítölskumælandi héruðin (Ágústudalur og Fjallaland) yrðu hluti af sameinaðri Ítalíu.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.