Helgi Kolviðsson (fæddur 13. september 1971) er íslenskur fyrrum knattspyrnumaður og landsliðsþjálfari Liechtenstein.
Helgi spilaði sem varnarmaður og hóf ferilinn í neðri deildum á Íslandi. Knattspyrnuferill hans var aðallega í Austurríki og Þýskalandi. Hann sneri sér að þjálfun í sömu löndum. Árið 2016 var hann skipaður aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og starfaði við hlið Heimis Hallgrímssonar til 2018.
Heimild