Guðrún Eva Mínervudóttir (f. 17. mars1976) er íslenskur rithöfundur og ljóðskáld. Hún vakti almenna athygli fyrir smásagnasafniðÁ meðan hann horfir á þig ertu María mey árið 1998. Árið 1999 kom út Ljúlí ljúlí og 2000 Fyrirlestur um hamingjuna sem var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna það ár. Síðan þá hafa komið út Albúm, Sagan af sjóreknu píanóunum (báðar 2002), Yosoy: Af líkamslistum og hugarvíli í hryllingsleikhúsinu við Álafoss (sem hlaut Menningarverðlaun DV árið 2005), Skaparinn 2008, Allt með kossi vekur (2011), Englaryk (2014), Skegg Raspútíns (2016), Ástin Texas (2018), Aðferðir til að lifa af (2019), Útsýni (2022) og Í skugga trjánna (2024). Hún hefur gefið út eina ljóðabók (2000) Á brún alls fagnaðar: ljóð handa Hrafni sem er tvöföld bók; hin hliðin geymir ljóðabókina Stiginn til himna: ljóð handa Evu eftir Hrafn Jökulsson. Guðrún Eva hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2012 fyrir skáldsögu sína Allt með kossi vekur.