Greifastríðið

Kristján 3. var gerður að konungi Danmerkur af danska ríkisráðinu 1534.

Greifastríðið var borgarastyrjöld í Danmörku sem stóð frá 1534 til 1536. Stríðið stóð milli stuðningsmanna Kristjáns 2. sem hafði verið settur af árið 1523 og Kristjáns 3. sonar Friðriks 1. sem danski aðallinn hafði komið til valda eftir það og lést 1533. Greifastríðið dregur nafn sitt af Kristófer greifa af Aldinborg sem studdi Kristján 2. til valda ásamt nokkrum hluta danska aðalsins frá Sjálandi og Skáni auk borganna Kaupmannahafnar, Málmeyjar og þýsku borganna Lýbiku og Mecklenburg. Her þessara aðila undir stjórn dansks fríbýttara, Klements skipstjóra, hélt til Jótlands gegn danska háaðlinum sem réði í danska ríkisráðinu. Flestir voru bændur og borgarar. Margir herragarðar voru látnir brenna til kaldra kola í Norður- og Vestur-Jótlandi.

Kristjáni 3. tókst að ná friðarsamningum við Lýbiku og gat þannig losað nokkurn herstyrk til að halda gegn uppreisnarmönnum. Undir stjórn Johans Rantzau elti konungsherinn her Klements til Álaborgar þar sem hann bjóst til varnar. 18. desember réðist her Rantzaus á bæinn og náði honum á sitt vald. Klement var handtekinn og tekinn af lífi 1536. Í janúar 1535 réðist Gústaf Vasa 1. inn í Skán til stuðnings Kristjáni 3. og herjaði þar á stuðningsmenn hans. 11. júní 1535 var afgangurinn af her Kristófers greifa sigraður í orrustunni við Øksnebjerg.

Kaupmannahöfn og Málmey héldu þó áfram mótstöðu til 1536 þegar þær gáfust upp eftir margra mánaða umsátur.