Górilla

Górilla

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Fremdardýr (Primates)
Ætt: Mannætt (Hominidae)
Ættkvísl: Górilla
Heimkynni górilla
Heimkynni górilla

Górillur eru ættkvísl jurtaætuapa sem lifa á skógarbotni í Mið-Afríku. Ættkvíslin inniheldur tvær tegundir og annaðhvort fjórar eða fimm undirtegundir. DNA górilla og manna er mjög svipað, talið er að 95–99% af því sé það sama, en það ræðst af aðferðinni sem notuð er til að greina það. Af mannöpum eru górillur skyldastar mönnum, að simpönsum frátöldum.

Vistfræði

Górillur lifa í hitabeltinu og heitttempruðum svæðum.

Fæða

Plöntur, ávextir og tegundir af hryggleysingjum.

Kynþroski

Kvenkyns górilla verður kynþroska um átta ára aldur en karlkyns um fimmtán ára aldurinn.

Hreiður

Górillur sofa aldrei á sama staðnum en þær búa sér til hreiður úr laufum og trjám. Leiðtogi hópsins býr sér fyrst til hreiður og síðan gera aðrir meðlimir sér hreiður í kringum hann.

Lífstími

Meðalaldur górilla í náttúrunni er 35 til 40 ár. En górillur sem lifa í dýragörðum geta orðið meira en 50 ára gamlar.

Koko

Koko er kvenkyns górilla sem var kennt að nota táknmál þegar hún var eins árs til þess að tjá sig og að sögn þjálfara hennar kann hún meira en 1000 tákn á táknmáli og skilur meira en 2000 orð sem sögð eru við hana.

Óvinir

Þó að dýr eins og hlébarðar og krókódílar éti stundum górilluunga sem fara frá hjörðinni er ekki hægt að segja að górillur eigi sér neina náttúrulega óvini. Mesta hættan sem steðjar að górillum er mannfólkið. Górillur eru veiddar og drepnar og ungar þeirra seldir sem gæludýr.

Heimildir

  • Jón Már Halldórsson. „Hvað éta górillur (fyrir utan banana)?“. Vísindavefurinn 28.4.2003. http://visindavefur.is/?id=3365. (Skoðað 22.5.2014).
  • Jón Már Halldórsson. „Hvað eignast górilla marga unga yfir ævina?“. Vísindavefurinn 16.11.2005. http://visindavefur.is/?id=5410. (Skoðað 22.5.2014).

Tenglar

  • Gorillas-World.com
  • Koko.org Geymt 7 júní 2014 í Wayback Machine
  • „Hvað éta górillur (fyrir utan banana)?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvað eignast górilla marga unga yfir ævina?“. Vísindavefurinn.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.