Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum þann 30. nóvember 2017. Hún samanstóð af Sjálfstæðisflokknum, Vinstrihreyfingunni - grænu framboði og Framsóknarflokknum. Í ríkisstjórninni voru11 ráðherrar sem skiptust þannig að Sjálfstæðisflokkurinn hafði fimm ráðherra, Vinstrihreyfingin - grænt framboð þrjá og Framsóknarflokkurinn þrjá. Ríkisstjórnarflokkarnir höfðu meirihluta á Alþingi með 33 þingmenn. Í upphafi kjörtímabilsins höfðu flokkarnir 35 þingmenn, en síðar sögðu tveir þingmenn sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna: Andrés Ingi Jónsson haustið 2019[1] og Rósa Björk Brynjólfsdóttir haustið 2020.[2] Rósa Björk gekk til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar í desember 2020 og Andrés Ingi gekk til liðs við þingflokk Pírata í febrúar 2021.[3]