Frédéric Chopin

Ókláruð mynd af Chopin eftir Eugène Delacroix, 1838

Frédéric-François Chopin (1. mars 181017. október 1849), er vinsælasta tónskáld Pólverja og á meðal vinsælustu píanótónskálda heims, en hann skrifaði flest tónverk sín fyrir píanóið. Hann var skírður Fryderyk Franciszek Chopin en breytti því síðar í franska útgáfu „Frédéric-François“ þegar hann fór frá Póllandi til Parísar tvítugur að aldri. Síðasta nafn hans er stundum stafað Szopen í pólskum textum. Hann fæddist að sögn 1. mars 1810 en skírnarvottorð hans segir fæðingardaginn vera 22. febrúar. Hann fæddist í Żelazowa Wola í miðju Póllandi nálægt Sochaczew. Móðir hans hét Tekla Justyna Krzyżanowska en franskættaður faðir hans hét Mikołaj (Nicolas) Chopin.

Ævi

Ungur að aldri voru hæfileikar hans auðheyranlegir og mætti líkja honum við Mozart. Sjö ára að aldri hafði hann þegar samið tvær pólóníur, sú fyrri var gefin út á verkstæði föður Cybulski. Undraverk hans kom út í dagblaði í Varsjá og varð „Chopin litli“ aðdráttarafl við gestamóttöku aðalsgestastofa í höfuðborginni. Hann hélt einnig opinbera góðgerðartónleika. Fyrsti kennari hans á píanó var fiðluleikarinn Wojciech Żywny — frá 1816 til 1822, sem kenndi honum þar til Chopin skaraði fram úr kennara sínum.

Minnisvarði Frédéric Chopin í Żelazowa Wola (Józef Gosławski, 1955/1969)

Hann fékk frekari leiðsögn frá Wilhelm Würfel en eftir að hafa heimsótt Vín 1831 fór hann til Parísar þar sem hann eyddi miklum hluta ævi sinnar. Um 1838 var Chopin orðinn frægur í París og hafði eignast vini á borð við óperuskáldið Vincenzo Bellini og málarann Eugène Delacroix.

Upp úr 1840 fór heilsu hans að hraka og hann lést 1849 og er grafinn í Père Lachaise í París (að undanskildu hjarta hans sem var jarðsett í Kirkju heilaga krossins í Varsjá). Sálumessa Mozarts var spiluð við jarðarför hans.

Tenglar

Erlendir tenglar:

Upptökur