Eneasarkviða

Eneas flýr Tróju brennandi eftir Federico Barocci, 1598

Eneasarkviðalatínu Aeneis) er latneskur kvæðabálkur í 12 bókum eftir rómverska skáldið Virgil (Publius Vergilius Maro) samið á s.hl. 1. aldar f.Kr. (milli 29 og 19 f.Kr.) og segir frá sögunni um Eneas, Trójukappa, sem flúði Tróju við fall hennar og endaði uppi á Ítalíu, þar sem niðjar hans stofnuðu Róm. Kvæðið er samið undir hetjulagi eða sexliðahætti og er rétt tæplega 9.900 ljóðlínur.

Hefðin

Eneas kemur fyrir í Hómerskviðum en var þegar orðinn að rómverskri goðsögn þegar Virgill samdi Eneasarkviðu. Virgill tók upp og umbreytti hefðinni um ferðalög og ævintýri Eneasar og lausleg tengsl hans við stofnun Rómar. Þrátt fyrir að persónan Eneas eigi sér langa sögu sem nær alla leið aftur til Hómers var persóna hans fremur óræð og litlaus að öðru leyti en því að Eneas hafði löngum verið tengdur við skyldurækni og guðrækni. Virgill gerði úr Eneasi flóknari persónu, sem gegndi hlutverki þjóðarhetju, sem tengdi sögu Rómar og Tróju, og varpaði dýrðarljóma á hefðbundnar rómverskar dygðir og réttlætti völd júlíönsku-kládísku ættarinnar sem niðja stofnenda, hetja og guða Rómar og Tróju. (Ascanius, sonur Eneasar, var einnig þekktur undir nafninu Júlus og var talinn ættfaðir júlíönsku ættarinnar. Eneas var sjálfur sonur Venusar)

Áhrif

Eneasarkviða er eitt fárra verka á latínu sem nær allir latínunemar hafa þurft að lesa, ásamt verkum Júlíusar Caesars, Cícerós, Óvidíusar og Catullusar. Þessa stöðu innan námsefnis í latínu og klassískum fræðum náði Eneasrakviða raunar stuttu eftir andlát Virgils. Afleiðing þessa er m.a. sú að ýmis orðatiltæki úr kvæðinu hafa alkunna á latínu, rétt eins og línur úr verkum Shakespeares hafa unnið sér sess í ensku og á sama hátt eru ýmis orðatiltæki á íslensku komin úr Hávamálum og Íslendingasögunum. Til dæmis mætti nefna fræga línu úr 2. bók þar sem presturinn Laocoon varar Tróverja við að taka við trójuhestinum: Quiduid id est, timeo Danaos et dona ferentis — „Hvað svo sem það er, þá óttast ég Grikki, einnig þegar þeir færa gjafir“ (Eneasarkviða II.49).

Samhengi

Kvæðið var samið á miklum umbrotatímum í Róm, jafnt félagslegum sem í stjórnmálum. Rómverska lýðveldið var de facto fallið, enda þótt það væri enn til í orði kveðnu; borgarastríð hafði leikið rómverskt samfélag illa og eftir að heil kynslóð hafði liðið, þar sem sundrung hafði ríkt, gróf skyndilegur friðartími og velmegun undan hefðbundnum félagslegum hlutverkum og menningarlegum stöðlum. Ágústus, sem frá 27 f.Kr. var fyrsti keisari Rómaveldis, reyndi að vinna gegn þessu með því að ýta undir hefðbundnar hugmyndir um rómverskt siðgæði og Eneasarkviða er talin endurspegla þá viðleitni. Eneas kemur fyrir sem dyggur maður, trúr og tryggur, sem tekur hollustu sína við land sitt og örlög ætíð fram yfir eigin ágóða.

Eneasarkviða reynir auk þess að renna stoðum undir völd Júlíusar Caesars (og þar með einnig völd kjörsonar hans, Ágústusar og erfingja hans). Sonur Eneasar, Ascanius, er nefndur Ilus (skylt Ilíon, sem er annað á Tróju), er endurnefndur Júlus og Virgill gerir hann að forföður júlíönsku ættarinnar, ættar Júlíusar Caesars. Þegar Eneas heimsækir undirheima fær hann að heyra spádóm um mikilleika niðja sinna. Enn fremur fær Vulcanus honum vopn og herklæði, þ.á m. skjöld, sem á eru myndir sem sýna framtíð Rómar, þar sem lögð er áhersla á keisara Rómar, m.a. Ágústus.

Einnig mætti minnast á samband Tróverja og Grikkja í Enesarkviðu. Samkvæmt Eneasarkviðu voru Tróverjar forfeður Rómverja og óvinir þeirra voru hersveitir Grikkja, sem sátu um Tróju, tóku borgina og rændu hana og rupluðu en þegar Eneasarkviða var samin var Grikkland hluti af Rómaveldi og Grikkir nutu nokkurrar virðingar, þar sem þeir voru taldir siðmenntuð þjóð. Virðingu Rómar eru þó bjargað af því að í goðsögninni um Trójustríðið gátu Grikkir einungis sigrað Tróverja með vélbrögðum, trójuhestinum, en ekki í opnum bardaga.

Saga Eneasarkviðu

Eneasarkviða er fágað og flókið kvæði; sagan segir að Virgill hafi einungis samið þrjár línur á dag.

Virgill tók Hómverskviður sér til fyrirmyndar. Eneasarkviða, sem er nokkurn veginn sömu lengdar og Ódysseifskviða Hómers, er ókláruð: allnokkrar línur eru einungis hálf-samdar og síðari hluta línunnar vantar. Aftur á móti er ekki óalgengt að í epískum keðskap séu ókláraðar, undeildar eða illa varðveittar línur, og af því að Eneasarkviða var samin og varðveitt í rituðu formi (ólíkt t.d. Hómverskviðum, sem voru munnlegur kveðskapur) er Eneasarkviða heilla verk en flest epísk kvæði. Enn fremur er umdeilt hvort Virgill ætlaði slíkum línum að vera kláraðar. Sumar væri erfitt að klára og í sumum tilfellum eykur stuttleiki línunnar á dramatískan endi málsgreinar.

Þegar Virgill lést lét hann eftir sig fyrirmæli um að Eneasarkviða skyldi brennd vegna þess að verkið væri óklárað. Virgill hafði einnig orðið ósáttur við hluta söguþráðarins í 8.bók þar sem Venus og Vulcanus liggja saman sem hjón og ætlaði sér að breyta söguþræðinum svo að hann hæfði betur rómversku siðgæði. Af þessum sökum einnig óskaði hann þess að kvæðið yrði brennt að honum látnum. Ágústus fyrirskipaði hins vegar að óskir skáldsins yrðu hafðar að engu og eftir örlitlar breytingar var Eneasarkviða gefin út.

Á 15. öld voru gerðar tvær tilraunir til þess að semja viðauka við Eneasarkviðu. Aðra tilraunina gerði Pier Candido Decembrio (en viðauki hans var aldrei kláraður) en hina gerði Maffeo Vegio og var viðauki hans oft hafður með í prentuðum útgáfum af Eneasarkviðu á 15. og 16. öld sem Supplementum.

Söguþráður Eneasarkviðu

Eneasarkviða segir frá kappanum Eneasi sem kemst undan þegar Grikkir leggja Trójuborg í rúst og er förinni, samkvæmt æðra valdi, heitið til Ítalíu að stofna borg og ættir Latverja. Örlögin hafa ætlað honum að stofna þar voldugt ríki. Á milli falls Tróju og komuna til Ítalíu lendir Eneas í ýmsum ævintýrum, á t.d. í stuttu ástarsambandi við drottninguna Dídó, stofnar borg (Akestu) og fer til undirheima ásamt völvunni Síbyllu á fund hinna látnu og sér framtíð þess lands sem hann á eftir að stofna.

Nokkrar þýðingar

Frægasta þýðing Eneasarkviðu er ef til vill ensk þýðing eftir 17. aldar skáldið John Dryden. Þó er auðvitað erfitt um slíkt að dæma, enda verkið verið þýdd á ófá tungumál. Ein þekktasta enska nútímaþýðing á kviðunni er eftir Robert Fitzgerald og kom fyrst út 1981.

Haukur Hannesson hefur þýtt Eneasarkviðu í heild sinni á íslensku á óbundið mál, en sú þýðing kom út 1999. Áður höfðu aðeins verið þýdd brot úr henni, eins og t.d. Kristján Jónsson fjallaskáld sem þýddi hluta úr þriðju bók með fornyrðislagi.

Tengt efni

Útgáfur, skýringarrit og þýðingar

Útgáfur

  • Mynors, R.A.B. (ritstj.), P. Vergili Maronis Opera (Oxford: Oxford University Press, 1969).
    • Latneskur texti ásamt handritafræðilegum skýringum.

Skýringarrit

  • Williams, R.D. (ritstj.), Virgil: Aeneid I-VI (London: Bristol Classical Press, 1972/1996).
    • Latneskur texti 1.-6. bókar Eneasarkviðu ásamt inngangi og textafræðilegum skýringum.
  • Gould, H.E. og Whiteley, J.L. (ritstj.), Virgil: Aeneid I (London: Bristol Classical Press, 1946/1984).
    • Latneskur texti 1. bókar Eneasarkviðu ásamt inngangi og textafræðilegum skýringum.
  • Austin, R.G. (ritstj.), P. Vergili Maronis Aeneidos Liber Quartus (Oxford: Clarendon Press, 1955/1982).
    • Latneskur texti 4. bókar Eneasarkviðu ásamt inngangi, handritafræðilegum skýringum og textafræðilegum skýringum.
  • Gould, H.E. og Whiteley, J.L. (ritstj.), Virgil: Aeneid IV (London: Bristol Classical Press, 1943/1997).
    • Latneskur texti 4. bókar Eneasarkviðu ásamt inngangi og textafræðilegum skýringum.
  • Williams, R.D. (ritstj.), Virgil: Aeneid V (London: Bristol Classical Press, 1960/1994).
    • Latneskur texti 5. bókar Eneasarkviðu ásamt inngangi og textafræðilegum skýringum.
  • Austin, R.G. (ritstj.), P. Vergili Maronis Aeneidos Liber Sextus (Oxford: Clarendon Press, 1986).
    • Latneskur texti 6. bókar Eneasarkviðu ásamt inngangi, handritafræðilegum skýringum og textafræðilegum skýringum.
  • Gould, H.E. og Whiteley, J.L. (ritstj.), Virgil: Aeneid VI (London: Bristol Classical Press, 1946/1991).
    • Latneskur texti 6. bókar Eneasarkviðu ásamt inngangi og textafræðilegum skýringum.
  • Williams, R.D. (ritstj.), Virgil: Aeneid VII-XII (London: Bristol Classical Press, 1973).
    • Latneskur texti 7.-12. bókar Eneasarkviðu ásamt inngangi og textafræðilegum skýringum.
  • Gransden, K.W. (ritstj.), Virgil: Aeneid Book VIII (Cambridge: Cambridge University Press, 1976).
    • Latneskur texti 8. bókar Eneasarkviðu ásamt inngangi, handritafræðilegum skýringum og textafræðilegum skýringum.
  • Hardie, Philip (ritstj.), Virgil: Aeneid Book IX (Cambridge: Cambridge University Press, 1994).
    • Latneskur texti 9. bókar Eneasarkviðu ásamt inngangi, handritafræðilegum skýringum og textafræðilegum skýringum.
  • Gransden, K.W. (ritstj.), Virgil: Aeneid Book XI (Cambridge: Cambridge University Press, 1991).
    • Latneskur texti 11. bókar Eneasarkviðu ásamt inngangi, handritafræðilegum skýringum og textafræðilegum skýringum.
  • Whiteley, J.L. (ritstj.), Virgil: Aeneid XI (London: Bristol Classical Press, 1955/1998).
    • Latneskur texti 11. bókar Eneasarkviðu ásamt inngangi og textafræðilegum skýringum.
  • Maguinness, W.S. (ritstj.), Virgil: Aeneid XII (London: Bristol Classical Press, 1953/2002).
    • Latneskur texti 12. bókar Eneasarkviðu ásamt inngangi og textafræðilegum skýringum.

Þýðingar

  • Virgil, Virgil I: Eclogues, Georgics, Aeneid 1–6. H.R. Fairclough (þýð.), G.P. Goold (endursk.) (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 1. útg. 1916, endursk. útg. 1999).
    • Ensk þýðing í óbundnu máli ásamt latneskum texta.
  • Virgil, Virgil II: Aeneid 7–12, Appendix Vergiliana. H.R. Fairclough (þýð.), G.P. Goold (endursk.) (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 1. útg. 1918, endursk. útg. 2000).
    • Ensk þýðing í óbundnu máli ásamt latneskum texta.
  • Virgil, The Aeneid. David West (þýð.) (London: Penguin Books, 1990).
    • Ensk þýðing í óbundnu máli.
  • Virgill, Eneasarkviða. Haukur Hannesson (þýð.) (Reykjavík: Mál og menning, 1999).
    • Íslensk þýðing í óbundnu máli.

Heimild

Read other articles:

دوري كازاخستان الممتاز 2004 تفاصيل الموسم دوري كازاخستان الممتاز  النسخة 13  البلد كازاخستان  التاريخ بداية:3 أبريل 2004  نهاية:2 نوفمبر 2004  المنظم الاتحاد الأوروبي لكرة القدم  البطل نادي كايرات  مباريات ملعوبة 342   عدد المشاركين 19   دوري كازاخستان الممتاز ...

 

Davichi다비치Davichi pada Agustus 2017Informasi latar belakangGenrePopBalladR&BPop RockTahun aktif2008 (2008)–sekarangLabelCore Contents Media (2008–2014)CJ E&M (B2M Entertainment) (2014–sekarang)Artis terkaitSeeYaT-araThe SeeYaYangpaAnggotaLee Hae-riKang Min-kyung Davichi (bahasa Korea: 다비치) adalah duo pop ballad atau pop rock asal Korea Selatan yang dibentuk pada tahun 2008.[1] Duo ini terdiri dari vokalis Lee Hae-ri dan Kang Min-kyung. Nama mereka, D...

 

Residence of the President of the Republic of Turkey For other uses, see Aksaray (disambiguation). Presidential ComplexCumhurbaşkanlığı KülliyesiThe Presidential Complex in AnkaraGeneral informationTown or cityAnkaraCountry TurkeyCoordinates39°55′51″N 32°47′56″E / 39.9308°N 32.7989°E / 39.9308; 32.7989Opened29 October 2014Cost~US$1.2 billionGrounds150,000 sqmKnown forPresidential use The Presidential Complex (Turkish: Cumhurbaşkanlığı Külliye...

Artikel ini sebatang kara, artinya tidak ada artikel lain yang memiliki pranala balik ke halaman ini.Bantulah menambah pranala ke artikel ini dari artikel yang berhubungan atau coba peralatan pencari pranala.Tag ini diberikan pada Oktober 2022. Muammer AksoyLahir1917İbradı, Antalya, Kekaisaran UtsmaniyahMeninggal31 Januari 1990(1990-01-31) (umur 73)Bahçelievler, AnkaraKebangsaanTurkiPendidikanHukumAlmamaterUniversitas Istanbul, Universitas ZurichPekerjaanAkademisi hukum, politikus, ko...

 

Nomina sacra (bentuk tunggal/singular: nomen sacrum) artinya nama-nama kudus (Inggris: sacred names dalam bahasa Latin, dan dapat digunakan untuk merujuk tradisi penyingkatan penulisan nama-nama atau gelar-gelar kudus yang sering muncul dalam naskah-naskah Alkitab kuno, dalam bahasa Yunani, bahasa Latin, dan bahasa Koptik. Bruce Metzger dalam bukunya Manuscripts of the Greek Bible membuat daftar 15 ekspresi semacam itu dari naskah-naskah Papirus Yunani: yaitu kata-kata Yunani untuk Allah,...

 

Naghdi c. 1969 History Iran NameNaghdi NamesakeLtCdr. Nasrollah Naghdi Operator Imperial Iranian Navy Islamic Republic of Iran Navy BuilderLevingston Shipbuilding Company Laid down12 September 1962 Launched10 October 1963 Commissioned22 July 1964 Refit1970, 1978, 1988, 2009 Identification Pennant number: 82 IMO number: 6125569 Code letters: EQAN StatusIn active service General characteristics (as built) Class and typeBayandor-class corvette Displacement 914 tons standard 1,153 tons full...

Persian artist (1450–1535) Kamāl ud-Dīn BehzādBornbetween 1455 and 1460Herat, Timurid EmpireDied1535Herat, Safavid IranResting placeTomb of Two KamalsOccupationPainterEraMedieval period, Late Timurid, Early Safavid IranNotable workPainting photographs of Jami, Sultan Husayn Mirza Bayqara, Ali-Shir Nava'i, Ismail I Kamāl ud-Dīn Behzād (c. 1455/60–1535), also known as Kamal al-din Bihzad or Kamaleddin Behzād (Persian: کمال‌الدین بهزاد), was a Persian painter and head ...

 

Hospitality company in Sri Lanka Ceylon Hotels Corporation PLCCompany typePublicTraded asCSE: CHOT.N0000ISINLK0032N00009IndustryHospitalityFounded1966; 58 years ago (1966)HeadquartersColombo, Sri LankaKey peopleLakshman Samarasinghe (Chairman)Sanjeev Gardiner (Executive director)Revenue LKR878 million (2023)Operating income LKR(196) million (2023)Net income LKR(152) million (2023)Total assets LKR14.385 billion (2023)Total equity LKR9.775 billion ...

 

American basketball player Alex BentleyFree agentPositionPoint guard / shooting guardLeagueWNBAPersonal informationBorn (1990-10-27) October 27, 1990 (age 33)Indianapolis, IndianaNationalityAmericanListed height5 ft 8 in (1.73 m)Listed weight152 lb (69 kg)Career informationHigh schoolBen Davis (Indianapolis, Indiana)CollegePenn State (2009–2013)WNBA draft2013: 2nd round, 13th overall pickSelected by the Atlanta DreamPlaying career2013–presentCareer history201...

2000 sports video game 2000 video gameVirtua Athlete 2KDeveloper(s)HitmakerPublisher(s)WW: SegaNA: Agetec (DC)Director(s)Shinichi OgasawaraPlatform(s)Dreamcast, Arcade game, PlayStation 2ReleaseDreamcastJP: July 27, 2000NA: September 12, 2000[1]EU: September 2000ArcadeNA: 2001JP: March 2002PlayStation 2JP: July 29, 2004Genre(s)Sports game Virtua Athlete 2K (バーチャ アスリート 2K, Bācha Asurīto 2K), known as Virtua Athlete 2000 in North America, is a Sega Dreamcast track an...

 

For organic carbonates, see Carbonate ester. For the town in Colorado, see Carbonate, Colorado. Not to be confused with Carbon trioxide. Salt or ester of carbonic acid Carbonate Carbonate anion Resonant structure of the carbonate anion Carbonate anion  Carbon, C  Oxygen, O Names Preferred IUPAC name Carbonate Systematic IUPAC name Trioxidocarbonate[1]: 127  Identifiers CAS Number 3812-32-6 3D model (JSmol) Interactive image ChemSpider 18519 PubChem ...

 

Cet article est une ébauche concernant un athlète américain. Vous pouvez partager vos connaissances en l’améliorant (comment ?) selon les recommandations des projets correspondants. Alan WebbBiographieNaissance 13 janvier 1983 (41 ans)Ann ArborNationalité américaineDomicile PortlandFormation Université du MichiganActivité AthlèteAutres informationsSports Athlétisme, triathlonmodifier - modifier le code - modifier Wikidata Pour les articles homonymes, voir Webb. Alan Web...

Questa voce sull'argomento calciatori statunitensi è solo un abbozzo. Contribuisci a migliorarla secondo le convenzioni di Wikipedia. Segui i suggerimenti del progetto di riferimento. Jakes MulhollandNazionalità Stati Uniti Calcio RuoloDifensore Termine carriera19?? CarrieraNazionale 1924 Stati Uniti2 (0) 1 I due numeri indicano le presenze e le reti segnate, per le sole partite di campionato.Il simbolo → indica un trasferimento in prestito.   Modifica dati su Wikidata...

 

German rower Tina MankerOLYManker in 2010Personal informationBorn3 March 1989 (1989-03-03) (age 35)Ludwigsfelde, Bezirk Potsdam, East GermanyAlma materInternational Institute of Modern Letters, VUW, WellingtonScientific careerThesis New Zealand Young Adult Fiction: National Myths, Identity and Coming-of-age  (2020) Medal record Women's rowing Representing  Germany World Rowing Championships 2011 Bled W4x 2010 Karapiro W4x European Rowing Championships 2010 Montemor-O-...

 

Type of kitchen knife This article needs additional citations for verification. Please help improve this article by adding citations to reliable sources. Unsourced material may be challenged and removed.Find sources: Chef's knife – news · newspapers · books · scholar · JSTOR (December 2008) (Learn how and when to remove this message) A European style of chef's knife In cooking, a chef's knife, also known as a cook's knife, is a cutting tool used in foo...

Athletics at the1983 Summer UniversiadeTrack events100 mmenwomen200 mmenwomen400 mmenwomen800 mmenwomen1500 mmenwomen3000 mwomen5000 mmen10,000 mmen100 m hurdleswomen110 m hurdlesmen400 m hurdlesmenwomen3000 msteeplechasemen4×100 m relaymenwomen4×400 m relaymenwomenRoad eventsMarathonmenwomen20 km walkmenField eventsHigh jumpmenwomenPole vaultmenLong jumpmenwomenTriple jumpmenShot putmenwomenDiscus throwmenwomenHammer throwmenJavelin throwmenwomenCombined eventsHeptathlonwomenDecathlonmenv...

 

View of Löbenicht from the Pregel, including its church and gymnasium, as well as the nearby Propsteikirche Löbenicht (Lithuanian: Lyvenikė; Polish: Lipnik) was a quarter of central Königsberg, Germany. During the Middle Ages it was the weakest of the three towns that composed the city of Königsberg, the others being Altstadt and Kneiphof. Its territory is now part of the Leningradsky District of Kaliningrad, Russia. History Löbenicht Church in 1908 Early history The predecessor of Löb...

 

Pour les articles homonymes, voir Winsen. Cet article est une ébauche concernant une localité allemande. Vous pouvez partager vos connaissances en l’améliorant (comment ?) selon les recommandations des projets correspondants. Winsen (Luhe) Armoiries Drapeau Administration Pays Allemagne Land Basse-Saxe Arrondissement(Landkreis) Harburg Bourgmestre(Bürgermeister) André Wiese Code postal 21423 Code communal(Gemeindeschlüssel) 03 3 53 040 Indicatif téléphonique 04171 Immatriculat...

和戸駅 駅舎外観(2021年4月) わど Wado ◄TS 30 東武動物公園 (2.9 km) (3.8 km) 久喜 TI 02► 所在地 埼玉県南埼玉郡宮代町和戸一丁目1-1北緯36度2分24.88秒 東経139度42分2.28秒 / 北緯36.0402444度 東経139.7006333度 / 36.0402444; 139.7006333座標: 北緯36度2分24.88秒 東経139度42分2.28秒 / 北緯36.0402444度 東経139.7006333度 / 36.0402444; 139.7006333駅番号 TI01所...

 

Zollikon gemeinde de Suiza y ciudad de Suiza Escudo ZollikonLocalización de Zollikon en SuizaPaís  Suiza• Cantón  Zúrich• Distrito MeilenUbicación 47°20′32″N 8°34′42″E / 47.342222222222, 8.5783333333333• Altitud 473 mSuperficie 7,84 km²Población[1]​ 12 517 hab. (2014)• Densidad 1597 hab./km²Lengua AlemánCódigo postal 8702Sitio web Sitio oficial[editar datos en Wikidata] Zol...