Elri[1] eða ölur (fræðiheiti: Alnus) er ættkvísl blómplantna af birkiætt (Betulaceae). Í ættkvíslinni eru um 30 tegundir af trjám og runnum. Elri hefur aðallega útbreiðslu á norðurhveli en til eru elritegundir við Andesfjöll og í Suður-Asíu.
Orðsifjar
Nafnið elri eða ölur er af er upprunnið úr forngermönsku rótinni[2]aliso og aluz. Ættkvíslarheitið Alnus er gamalt latneskt heiti yfir elri. Bæði latínuheitið og germanska heitið koma úr frum-indóevrópsku rótinni el-, í merkingunni "rauður" eða "brúnn", sem er einnig er rótin fyrir orðin elgur og álmur.[3] Beyging heitisins ölur á íslensku er í eintölu: nf. ölur, þf. ölur, þgf. ölri ef. ölurs.
Á Íslandi
Elri beislar næringarefnið nitur úr andrúmsloftinu með hjálp rótargerla við ræturnar. Elritegundir eru landnemaplöntur og geta því hentað vel til landgræðslu. Hérlendis hefur einkum sitkaelri verið reynt í landgræðslu.
Tegundir sem reyndar hafa verið á Íslandi eru m.a.:
Gráelri (Alnus incana): Evrópsk tegund sem vex allt að norður-Noregi. Einstofna tré með breiða krónu.
Sitkaelri (Alnus viridis subsp. sinuata): Runnkennt og margstofna tré, ættað frá vesturströnd Ameríku.
Svartelri/Rauðelri (Alnus glutinosa): Evrópsk tegund. Þrífst á blautum svæðum.
Ryðelri (Alnus rubra)[4]: Norður-amerísk tegund. Stórvaxnasta elritegundin. Verður allt að 20-30 metra hátt tré.
Þessar tegundir þrífast vel á Íslandi og á rýru land. Þær þrífast samt best þar sem grunnvatn stendur hátt. Á mjög þurrum melum eiga þær oft erfitt fyrstu árin.[5]
Flokkun
Ættkvíslin skiptist í þrjár undirættkvíslir (subgenera):