Hæruölur (Alnus incana ssp. hirsuta) er undirtegund Gráelris og er meðalstórt tré af birkiætt.
Lýsing
Það verður 18 til 20 m að hæð í heimkynnum sínum. Hæruelri líkist mjög gráelri, en er með stærri blöð og köngla. Börkur svarbrúnn, greinar með þéttdúnhærða brúska aðeins fyrst í stað, rauð-brún, eldri greinar bládöggvaðar, sléttar. Brum egglaga, límug, með purpuralita dúnhæringu. Tréð hefur svepprót eins og annað elri.
Útbreiðsla
Það vex í fjöllum mið- og norðaustur Asíu.
Á Íslandi
Finnst hérlendis og eru eintök í Grasagarði Reykjavíkur og Lystigarði Akureyrar sem þrífast vel. [2]