Einirinn er með nálarlaga blöð, u.þ.b. 10 mm löng. Hér á landi vex einirinn í hrauni, kjarri og mólendi. Einirunnar eru oftast jarðlægir, en sumir runnar reisa upp greinarnar og geta þá orðið allt að 120 cm háir. Utan Íslands getur hann verið beinvaxinn og allt að 10 metrar.
Fyrst þegar einiberið myndast er það grænt, en verður dökkblátt þegar það er orðið fullþroskað. Úr einiberjum er víða unnið Genever (=Sjenever eða gin).
Undirtegundir
Eins og búast má við af tegund með jafn mikla útbreiðslu er J. communis mjög breytilegur með nokkrum undirtegundum ("infraspecific taxa"); afmörkun undirtegunda er enn óvís, þar sem genagreining samsvarar ekki formgerð vel.[1][2][3][4][5][6][7][8]
subsp. communis – Yfirleitt uppréttur runni eða lítið tré; nálar langar, 8–20(–27) mm; könglar smáir, 5–8 mm, yfirleitt styttri en nálarnar; á láglendi til lágt til fjalla á tempruðum svæðum.
subsp. communis var. communis – Evrópa, megnið af Norður Asíu
subsp. communis var. depressa Pursh – Norður Ameríka, Sierra Nevada í Kaliforníu
subsp. communis var. hemisphaerica (J.Presl & C.Presl) Parl. – fjöll við Miðjarðarhafið
subsp. communis var. nipponica (Maxim.) E.H.Wilson – Japan (staða óvís, oft skráð sem J. rigida var. nipponica)
subsp. alpina (Suter) Čelak. – (syn. J. c. subsp. nana, J. c. var. saxatilis Pallas, J. sibirica Burgsd.). Yfirleitt jarðlægur runni; nálarnar stuttar, 3–8 mm; könglarnir yfirleitt stærri, 7–12 mm; vex í subarctic svæðum og háfjöllum á tempruðum svæðum.
subsp. alpina var. alpina – Grænland, Ísland, Evrópa og Asía
subsp. alpina var. megistocarpa Fernald & H.St.John – Austur Kanada (vafasamt hvort sé aðgreind frá var. alpina)
subsp. alpina var. jackii Rehder – vestari Norður Ameríka (vafasamt hvort sé aðgreind frá var. alpina)
Sumir grasafræðingar telja subsp. alpina frekar sem afbrigði, sem væri þá rétt skráð sem Juniperus communis var. saxatilis Pallas,[2] þó nafnið Juniperus communis var. montana sé stundum notað; aðrir, yfirleitt í austur Evrópu og Rússlandi, telji hann sem sérstaka tegund J. sibirica Burgsd. (syn. J. nana Willd., J. alpina S.F.Gray).[9][1][2][3]
Notkun á Íslandi
Forn trú á Íslandi var að til að afstýra húsbruna væri ráð að hafa eini í húsinu. Einirinn var hér áður fyrr einnig notaður til að búa til jólatré (en einnig til að skreyta það), til að búa til te, bragðbæta brennivín og til að reykja lax. Í bók sinni Grasnytjum segir Björn Halldórsson í Sauðlauksdal samtímamenn sína (á 18. öld) hafa mikla trú á heilsubætandi áhrifum einiberja og telji þau gagnast við fjölda kvilla, allt frá niðurgangi til holdsveiki.[10]
Samlífi
Einir er hýsill fyrir sérkennilega sveppinn hornryð. Að minnsta kosti 13 aðrar tegundir smásveppa hafa fundist í samlífi við eini á Íslandi.[11]
↑Adams, R. P., Pandey, R. N., Leverenz, J. W., Dignard, N., Hoegh, K., & Thorfinnsson, T. (2003). Pan-Arctic variation in Juniperus communis: Historical Biogeography based on DNA fingerprinting. Biochem. Syst. Ecol. 31: 181-192 pdf fileGeymt 17 desember 2008 í Wayback Machine.
↑Adams, R. P., & Pandey, R. N. (2003). Analysis of Juniperus communis and its varieties based on DNA fingerprinting. Biochem. Syst. Ecol. 31: 1271-1278. pdf fileGeymt 17 desember 2008 í Wayback Machine
↑Adams, R. P., & Nguyen, S. (2007). Post-Pleistocene geographic variation in Juniperus communis in North America. Phytologia 89 (1): 43-57. pdf fileGeymt 17 desember 2008 í Wayback Machine