Claude Henri de Rouvroy, Comte de Saint-Simon

Málverk af Henri de Saint-Simon (1848), eftir Adélaide Labille-Guiard

Claude Henri de Rouvroy, comte de Saint-Simon (17. október 1760 - 19. maí 1825), oftast nefndur Henri de Saint-Simon var franskur stjórnmálamaður, athafnamaður og hugsuður sem hafði veruleg áhrif á stjórnmál, hagfræði, félagsfræði og vísindaheimspeki. Hann er upphafsmaður hugmyndafræði „Saint-Simonisma“, sem hafði mikil áhrif á marga sósíalíska og frjálslynda hugsuði 19 aldar. Saint-Simon er talinn vera einn fyrstur til að greina iðnbyltinguna sem gekk yfir á árunum 1780-1840.

Hugmyndaleg viðurkenning Saint-Simons á víðtæku-efnahagslegu framlagi, og uppljómun hans á vísindalegri þekkingu, veittu fljótlega innblástur og áhrif á útópískan sósíalisma,[1] Frjálslynda stjórnmálafræðinginn John Stuart Mill,[2] anarkisma í gegnum stofnandann Pierre-Joseph Proudhon sem fékk innblástur af hugsun Saint-Simon[3] og marxisma þar sem Karl Marx og Friedrich Engels sögðu Saint-Simon vera innblástur af hugmyndum sínum og flokkuðu hann meðal útópískra sósíalista.[1] Skoðanir Saint-Simon höfðu einnig áhrif á 20. aldar félagsfræðinginn og hagfræðinginn Thorstein Veblen, þar á meðal stofnanahagfræði sem Veblen skapaði, en hún hefur haft áberandi hagfræðinga sem fylgismenn.[4]

Ævi og störf

Fyrri ár

Saint-Simon fæddist í París sem franskur aðalsmaður. Frændi afa hans var Louis de Rouvroy næst síðasti hertoginn af Saint-Simon.[5] Þegar hann var ungur maður, með eirðarlausan geðslag fór hann til Ameríku þar sem hann gekk í bandaríska þjónustu og tók þátt í umsátri um Yorktown undir stjórn Washington hershöfðingja.[6]

Í Bandaríska frelsisstríðinu gekk Saint-Simon til liðs við Bandaríkjamenn og taldi að byltingin þeirra merkti upphaf nýs tímabils.[7] Hann barðist við hlið Marquis de Layfayette milli 1779 og 1783 og var fangelsaður af breskum hersveitum. Eftir að hann var látinn laus sneri hann aftur til Frakklands til að læra verkfræði og vatnafræði við Ecole de Méziéres.[8]

Í upphafi frönsku byltingarinnar árið 1789 samþykkti Saint-Simon fljótt byltingarkenndar hugsjónir um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Á fyrstu árum byltingarinnar helgaði Saint-Simon sig því að skipuleggja stórt iðnaðarmannvirki til að stofna vísindaskóla umbóta. Hann þurfti að afla fjár til að ná markmiðum sínum, sem hann gerði með vangaveltum um land. Þetta var aðeins mögulegt á fyrstu árum byltingarinnar vegna vaxandi óstöðugleika stjórnmálaástandsins í Frakklandi, sem kom í veg fyrir að hann gæti haldið áfram fjármálastarfsemi sinni og setti líf hans í hættu. Saint-Simon og Talleyrand ætluðu að græða í Ógnarstjórninni með því að kaupa Maríukirkjuna í Notre Dame, rífa málminn úr þaki kirkjunnar og selja málminn sem rusl. Saint-Simon var fangelsaður vegna gruns um að hafa tekið þátt í gagnbyltingaraðgerðum. Hann var látinn laus árið 1794 í lok ógnarstjórnarinnar. Eftir að hann endurheimti frelsi sitt var Saint-Simon gríðarlega ríkur vegna gengisfalls, en auðæfum hans var í kjölfarið stolið af viðskiptafélaga hans. Eftir það ákvað hann að helga sig stjórnmálafræði og rannsóknum. Eftir stofnun École polytechnique árið 1794, skóli sem stofnaður var til að þjálfa unga menn í listum vísinda og iðnaðar sem styrktur var af ríkinu, tók Saint-Simon þátt í nýja skólanum. [7]

Seinni ár

Þegar hann var tæplega fertugur fór hann í gegnum fjölbreytt nám og tilraunir til að stækka og skýra sýn sína á hlutina. Ein af þessum tilraunum var óhamingjusamt hjónaband árið 1801 með Alexandrine-Sophie Goury de Champgrand, en hann gekk í hjónabandið svo hann gæti haft bókmenntastofu. Eftir eitt ár var hjónabandinu slitið. Niðurstaða tilrauna hans var sú að hann varð afar fátækur og lifði í fátækt það sem eftir var ævinnar. Fyrsta af fjölmörgum ritum hans, aðallega vísindaleg og pólitísk, var Lettres d'un habitant de Genéve, sem komu út árið 1802. Í þessu fyrsta verki kallaði hann eftir stofnun vísindatrú með Isaac Newton sem dýrling.[7] um 1814 skrifaði hann ritgerðina „Um endurreisn evrópska samfélagsins“ og sendi hana til Vínarþingsins. Hann lagði til evrópskt konungsríki sem byggði á Frakklandi og Bretlandi.[9]

Dauði og arfleifð

Þann 9. mars 1823, vegna lítilla áhrifa skrifa sinna á samfélagið (hann hafði vonað að þær myndu leiða samfélagið í átt að félagslegum framförum), reyndi hann sjálfsmorð.[10] Á ótrúlegan hátt mistókst tilraun hans þrátt fyrir að hafa skotið sig sex sinnum og missti hann aðeins sjónina á öðru auga.[11]

Að lokum mjög seint á ferlinum starfaði hann með nokkrum áköfum lærisveinum. Síðasta og mikilvægasta tjáning skoðana hans er Nouveau Christianisme (1825), sem hann lét ólokið.

Hann var grafinn í Le Pére Lachaise kirkjugarðinum í París, Frakklandi.

Hugmyndir um efnahagsmál

Iðnhyggja

Saint-Simonismi var kristinn sósíalismi sem gekk út á að stétt upplýstra heimspekinga, vísindamanna og verkfræðinga ættu að leiða iðnvæðingu samfélagsins og stýra því til velsældar fyrir alþýðuna. Hann taldi að forsenda þess að efnahagslífið og samfélagið væru skilvirkt og sköpuðu velsæld þyrfti að viðurkenna iðnaðarstéttina og uppfylla þarfir hennar.[12] Saint-Simon taldi ekki aðeins iðnverkamenn til iðnaðarstéttarinnar, heldur alla sem tóku þátt í vinnu sem gagnaðist samfélaginu, þar með talið fólki í þjónustu, verslun og fjármálum, stjórnendum, vísindamönnum. Öll vinna sem gagnaðist samfélaginu skapaði virðisauka, ekki aðeins líkamleg vinna sem skapaði efnislega hluti.

Saint-Simonismi kenndi að það væri „náttúrulegt stig í félagslegri þróun“, samfelld stig samfélagsbreytinga samstanda af öldum af fastmótuðum hugmyndum, venjum og fastmótaðri stjórnskipun sem fylgdi „öldum af umbreytingu“.[13]

Saint-Simon hélt því fram að kapítalismi einkenndist af sóun og óhagkvæmni, sem birtist í því að honum mistækist hrapallega að þroska og nýta færni og greind vinnuaflsins. Mannlegri afkastagetu væri sóað með óeðlilega löngum vinnudögum, vannæringu ásamt menningar- og menntunarskorti. Niðurstöður sínar byggði Saint-Simon á frönsku samfélagi. Hann hélt því fram að alvarlegasta vandamálið sem franskt samfélag stæði frammi fyrir væru óhófleg áhrif aðalsins og útgjöld til hersins. Uppihald hers og aðals var á kostnað iðnaðarstéttarinnar, bæði verkamanna, kapítalíska vinnuveitenda þeirra, menntamenn, vísindamenn og listamenn. Fyrir Saint-Simon krafðist hagkvæmni í hagkerfinu samþjappaðri ákvarðanatöku í höndum upplýstrar (og vel launaðri) elítu.[14]

Það helsta sem stóð í vegi iðnaðarstéttarinnar var önnur stétt sem hann nefndi iðjuleysisstéttina, sem var samsett úr fólki sem hafði getu og hæfni, en kaus frekar að lifa sem sníkjudýr og njóta góðs af vinnu annarra. Hann taldi hvata sníkjustarfsemi iðjuleysisstéttarinnar liggja í því sem hann taldi vera náttúrulega leti mannkyns. Hann taldi að meginhlutverk stjórnvalda í efnahagsmálum væri að tryggja að framleiðslustarfsemi í hagkerfinu væri óhindruð og að draga úr iðjuleysi.[12]

Lénsveldi og Aðalsveldi

Í andstöðu við léns- og hernaðarkerfið þar sem fyrri þáttur þess hafði verið styrktur með endurreisninni, talaði Saint-Simon fyrir form af tæknikratískum sósíalisma, fyrirkomulagi þar sem iðnjöfrarnir ættu að stjórna samfélaginu, svipað og heimspekingakonungurinn eftir Platon. Í stað kirkjunnar ætti andleg stefna samfélagsins að falla undir vísindamennina. Menn sem eru hæfir til að skipuleggja samfélagið fyrir afkastamikið vinnuafl eiga rétt á að stjórna því. Átökin milli vinnu og fjármagns sem síðari tíma sósíalismi lagði áherslu á er ekki til staðar í verkum Saint-Simon, en gert er ráð fyrir að iðnjöfrarnir, sem yfirstjórn framleiðslunnar á að falla undir, skuli ráða í þágu samfélagsins. Síðar fær málstaður hinna fátæku meiri athygli þar til í hans besta verki, Nouveau Christianisme (Hin nýja kristni), tekur það sig nýja mynd trúar. Þessi þróun hugmynda hans olli síðustu deilum hans við Comte.

Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 Alan Ryan (2012). On Politics. Book II. bls. 647-651.
  2. Nicholas Capaldi (2004). John Stuart Mill: A Biography. Cambridge University Press. bls. 77-80.
  3. Rob Knowles (2013). Political Economy from Below: Economic Thought in Communitarian Anarchism 1840-1914: Economic Thought in Communitarian Anarchism, 1840-1914. Routledge. bls. 342.
  4. Vincent Mosco (2009). The Political Economy of Communication. SAGE. bls. 53.
  5. „Henri de Saint-Simon | French social reformer | Britannica“. www.britannica.com (enska). Sótt 30 október 2022.
  6. Isaiah Berlin (2002). Freedom and Its Betrayal. Princeton University Press. bls. 109.
  7. 7,0 7,1 7,2 Karabell, Zachary (2003). Parting the desert : the creation of the Suez Canal (1st ed. útgáfa). New York: A.A. Knopf. ISBN 0-375-40883-5. OCLC 50560350.
  8. International encyclopedia of civil society. Helmut K. Anheier, Stefan Toepler, Regina List. New York: Springer. 2010. ISBN 978-0-387-93996-4. OCLC 567139622.
  9. Danske EUropavisioner. Søren von Dosenrode, Rådet for Europæisk Politik. Århus: Systime. 1998. ISBN 87-7783-959-5. OCLC 464485164.
  10. Pickering, Mary (1993–2009). Auguste Comte : an intellectual biography. Cambridge: Cambridge University Press. ISBN 0-521-43405-X. OCLC 27173345.
  11. Trombley, Stephen (2012). Fifty thinkers who shaped the modern world. London: Atlantic Books Ltd. ISBN 978-1-78239-038-1. OCLC 863140237.
  12. 12,0 12,1 Keith Taylor (1975). Henri de Saint Simon, 1760-1825: Selected writings on science, industry and social organization. Holmes and Meier Publishers, Inc. bls. 158-161.
  13. Jürgen Georg Backhaus (2012). Handbook of the History of Economic Thought Insight on the Founders of Modern Economics. Springer. bls. 197-199.
  14. Warren J. Samuels (2003). A Companion to the History of Economic Thought. Blackwell Publishing. bls. 184-186.