Hann fór norður um sumarið í landaleitun og fór upp Norðurárdal og kom ofan í eyðifjörð einn. Og um daginn er þeir fóru með þeim firði þá hlupu úr fjalli að þeim tveir sauðir. Það voru hrútar. Þá mælti Ingimundur: „Það mun vel fallið að þessi fjörður heiti Hrútafjörður.“ Síðan komu þeir í fjörðinn og gerði þá þoku mikla. Þeir komu á eyri eina. Fundu þeir þar borð stórt nýrekið. Þá mælti Ingimundur: „Það mun ætlað að vér skulum hér örnefni gefa og mun það haldast og köllum eyrina Borðeyri“.
— Vatnsdæla saga
Borðeyri varð löggiltur verslunarstaður23. desember1846. Pétur Eggert z sem kallaður hefur verið faðir Borðeyrar reisti fyrsta timburhús þorpsins sem nú kennt er við Richard P. Riis kaupmann en Pétur var fyrsti fastakaupmaðurinn á Borðeyri. [1] Verið er að vinna að endurbótum og verndun á húsinu sem er eitt elsta hús við Húnaflóa.
Þann 7. maí1934 kom þar upp Borðeyrardeilan sem snerist um samningsrétt félaga í verkalýðsfélagi í Hrútafirði.
Á Borðeyri var lengi starfrækt Kaupfélag Hrútfirðinga en síðar var þar útibú frá Kaupfélaginu á Hvammstanga. Seinast var þar verslunin Lækjargarður sem ekki er starfrækt lengur. Í dag er bifreiðaverkstæði[1], gistiheimili[2]Geymt 18 febrúar 2009 í Wayback Machine og tjaldsvæði.