Birkir Jón Jónsson

Birkir Jón Jónsson (BJJ)
Fæðingardagur: 24. júlí 1979 (1979-07-24) (45 ára)
Fæðingarstaður: Siglufjörður
Þingsetutímabil
2003-2007 í Norðaust. fyrir Framsfl.
2007-2009 í Norðaust. fyrir Framsfl.
2009-2013 í Norðaust. fyrir Framsfl.
= stjórnarsinni
Embætti
2004-2006 Formaður iðnaðarnefndar
2006-2007 Formaður fjárlaganefndar
Tenglar
Æviágrip á vef AlþingisVefsíða

Birkir Jón Jónsson (f. á Siglufirði 24. júlí 1979) er fyrrverandi varaformaður Framsóknarflokksins og sat á þingi fyrir flokkinn frá 2003-2013. Birkir Jón var varaformaður Framsóknarflokksins frá 2009-2013. Frá 2014 til 2022 var Birkir Jón bæjarfulltrúi í Kópavogi og formaður bæjarráðs frá 2018-2022. Birkir Jón sat í bæjarstjórn Fjallabyggðar 2006-2010.

Birkir útskrifaðist úr Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Sauðárkróki 1999 og hefur stundað nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Birkir Jón sat um árabil í stjórn Félags ungra framsóknarmanna á Siglufirði og var einnig í stjórn Sambands ungra framsóknarmanna 1999-2001 og gengdi embætti varaformanns þess 2002-2003.

Á kjördæmisþingi sem haldið var á Egilsstöðum þann 15. mars 2009 var Birkir Jón kjörinn til að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í alþingiskosningunum 25. apríl 2009.

Tengill

  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.