Ashley Michelle Tisdale (fædd 2. júlí1985) er Bandarísksöng- og leikkona og framleiðandi sem varð fræg fyrir að leika ritarann Maddie Fitzpatrick í The Suite Life of Zack and Cody á Disney stöðinni og fyrir að leika Sharpay Evans í High School Musical-myndunum. Myndaröðin varð mjög vinsæl sem innihélt tvær sjónvarpskvikmyndir, kvikmynd og nokkrar plötur. Vinsældir Tisdale í myndunum gerði það að verkum að hún skrifaði undir plötusamning við Warner Bros. árið 2006. Fyrsta platan hennar, Headstrong, kom út í febrúar 2007 og náði 5. sæti á bandaríska vinsældarlistanum og seldist í 64.000 eintökum fyrstu vikuna. Önnur stúdíóplatan hennar, Guilty Pleasure kom út árið 2009.
Tisdale á framleiðslufyrirtæki og unnið sem aðalframleiðandi nokkura kvikmynda, m.a. sjónvarpskvikmyndarinnar Picture This. Tisdale er í áberandi raddhlutverki sem Candace Flynn (Eydís Árnadóttir) í Disney stöðvar þáttunum Finnbogi og Felix (e. "Phineas & Ferb"), teiknimyndaþættir sem hafa eitt mesta áhorf í Bandaríkjunum og hafa fengið mikið lof gagnrýnenda. Árið 2009 var hún ráðin í fyrsta stóra sjónvarpshlutverkið sitt í þáttunum Hellcats þar sem hún leikur Savönnuh Monroe sem er ákveðin og mjög trúuð klappstýra.
Æska
Tisdale fæddist í West Deal í Monmouth-sýslu í New Jersey 2. júlí 1985 og heita foreldrar hennar Lisa (áður Morris) og Mike Tisdale og eiga þau byggingafyrirtæki. Eldri systir hennar, Jennifer Tisdale, er leikkona og afi hennar, Arnold Morris, þróaði Ginsu hnífana. Í gegnum afa sinn er hún einnig skyld kaupsýslumanninum Ron Popeil. Hún ólst upp í Ocean Township. Móðir Ashley er gyðingur og lítur Ashley á sjálfa sig sem gyðing.
Þriggja ára hitt hún núverandi umboðsmann sinnn, Bill Perlman, í verslunarmiðstöð í New Jersey. Hann sendi Ashley í margar áheyrnarprufur fyrir auglýsingar sem varð til þess að hún lék í yfir 100 sjónvarpsauglýsingum þegar hún var lítil. Ashley byrjaði leikhúsferilinn á því að leika í Gypsy: A Musical Fable og The Sound of Music í leikhúsi í sýslunni.
Átta ára var hún ráðin í hlutvrk Cosette í túristavænni útgáfu af söngleiknum Vesalingarnir. "Þegar ég var lítil sá ég leikritið Vesalingarnir á Broadway og mér fannst það vera eitt þar stórkostlegasta sem ég hef séð, svo ég fór til umboðsmannsins míns og sagði honum að mig langaði að leika í því", sagði Tisdale í viðtali við Newsday árið 2007. Hún hefur einnig sagt að hún hafði aðeins farið í einn söngtíma áður en hún fékk hlutverkið. Tisdale ferðaðist um í tvö ár með Vesalingunum áður en hún fékk hlutverk í Annie. Þegar Ashley var tólf ára söng hún fyrir Bill Clinton í Hvíta Húsinu.
Ferill
1997-2006
Seinni hluta 10. áratugarins lék Tisdale lítil hlutverk í nokkrum sjónvarpsþáttum eins og The Hughleys, Smart Guy, 7th Heaven, Boston Public og Bette og í kvikmyndum á borð við A Bug's Life og Donnie Darko. Á þessum tíma vann hún einnig sem Ford-módel. Hún fékk tilnefningu til Young Artist Awards árið 2000 fyrir frammistöðu sína í Boston Public. Árið 2004 var Ashley ráðin í hlutverk Maddie Fitzpatrick í The Suite Life of Zack & Cody á Disney stöðinni sem byrjaði í mars 2005 og endaði árið 2008.
.
Þrátt fyrir að framleiðendur High School Musical kvikmyndarinnar höfðu ekki tekið hana til greina fyrir hlutverk í myndinni vegna þess að hún er svo "góð stelpa" í The Suite Life, var Tisdale ráðin sem vinsæla, sjálfhverfa menntaskólastelpan Sharpay Evans í myndunum. Platan með lögunum úr myndinni, þar sem Tisdale söng nokkur lög, varð mest selda platan í Bandaríkjunum það árið. Ashley varð fyrsta söngkonan til að eiga tvö lög samtímis á Billboard Hot 100 listanum með lögin "What I've Been Looking For" og "Bop to the Top" en bæði lögin eru úr myndinni. High School Musical varð vinsælasta mynd Disney-stöðvarinnar það árið en 7,7 milljónir manna horfðu á frumsýningu myndarinnar.
Í júlí 2006 skrifaði Tisdale undir plötusamning við risann Warner Bros. og byrjaði að vinna að sinni eigin plötu. Hún gaf út lagið Last Christmas með Wham!, en það var fyrsta lagið sem hún gaf út undir samningi hjá Warner Bros. Hún söng einnig lagið „Kiss the Girl“ og lék í myndbandi við lagið sem síðan fór á DVD diskinn Litla Hafmeyjan: Platínu útgáfa á DVD. Í desember 2006 gaf hún út nokkur lög til þess að vekja athygli á nýju plötunni sinni. Hún lagði síðan af stað í tónleikaferð með High School Musical og söng lög úr myndinni. Árið 2007 kom tónleikaferðin út á DVD.
2007-2009
Headstrong er fyrsta sólóplata Ashley sem kom út í febrúar 2007 hjá Warner Bros, fór í gullsölu og náði 5. sæti Billboard listans þegar hún kom út og seldist í 64.000 eintökum fyrstu vikuna. "Be Good to Me" var fyrsta smáskífa plötunnar og kom hún út í desember 2008. "He Said She Said" kom út önnur í september 2007. Árið 2008 komu út "Not Like That" og "Suddenly" í nokkrum löndum en ekki Bandaríkjunum.
Ashley endurtók hlutverk sitt sem Sharpay Evans í High School Musical 2, annarri myndinni í kvimyndaröðinni og söng hún einnig nokkur lög í þeirri mynd. Gagnrýnendur voru sammála um að frammistaða Ashley í myndinni væri mjög góð. Alls sáu 17 milljónir manna myndina þegar hún var frumsýnd á Disney stöðinni.
Sem framleiðandi, stofnaði Tisdale hennar eigið framleiðslufyrirtæki árið 2008 og nenfndi það Blondie Girl Productions (eða ljósku-framleiðsla). Tisdale fékk fyrsta aðalhlutverkið sitt í sjónvarpskvikmyndinni Picture This árið 2008, þar sem hún lék Maddie Gilbert sem er óvinsæl og verður fyrir einelti. Hún var einnig aðalframleiðandi myndarinnar en alls horfðu 4,3 milljónir manna á myndina á frumsýningarkvöldinu.
Tisdale endurtók hlutverk sitt sem Sharpay Evans árið 2008 í Disney-kvikmyndinni High School Musical 3: Senior Year. Frammistaða hennar í kvikmyndinni gaf henni kvikmyndaverðlaun MTV fyrir "framúrskarandi frammistöðu konu árið 2009" og fékk mikla athygli frá Entertainment Weekley sem sagði hana eina af stjörnum ársins. High School Musical 3 halaði inn 42 milljónum dollara á opnunarhelginni sem er stærsta opnunarhelgi tónlistarkvikmyndar.
Önnur platan hennar, Guilty Pleasure, kom út árið 2009. Tisdale sagði hana rokkaðari og beittari en fyrri plötuna en hún fékk blandaða dóma og Billboard sagði að söngkonan fengi ekki nóg svigrúm til að sleppa sér. Guilty Pleasure komst í 12. sæti Billboard 200 listans og seldist í 25.000 eintökum fyrstu vikuna gekk ekki eins vel og fyrstu plötunni. Lagið "It's Alright, It's OK" var aðalsmáskífa plötunnar en hún kom út í apríl 2009 og önnur smáskífan, "Crank It Up" kom út í október sama ár.
Ashley lék í kvikmyndinni Aliens in the Attic. Hún var í hlutverki Bethany Pearson, eldri systur fjölskyldunnar og þrátt fyrir að vera flokkuð sem aðalpersóna sagði New York Times að Tisdale væri mestan hlut myndarinnar ekki á skjánum. Myndin halaði inn 60 milljónir dollara um allan heim.
2010-
Á þessu ári hefur Tisdale verið orðuð við fjölmörg kvikmyndahlutverk. Það var tilkynnt að Ashley myndi leika í myndinni Sleapless Beauty sem er endurgerð myndarinnar Teen Witch frá árinu 1989. Tilkynnt var að hún myndi leik hlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni Hellcats í mars. Sharpay's Fabulous Adventures er kvikmynd sem stefnt er að að sýna sumarið 2011 á Disney stöðinni en þar mun Ashley vera í hlutverki Sharpay Evans og einnig vera aðalframleiðandi. 21. maí 2010 staðfesti leikarinn Jason Fuchs að Tisdale mun leika ástarævintýri hans í nýjustu kvikmynd hans, The Last First Time, en búist er við að hún komi í kvikmyndahús haustið 2010.
Tónlistarstíll
Tónlist Tisdale er aðallega popp og hefur innihaldið ballöður og popp-rokk. Ást og ástarsorg spila stóran þátt í lögum hennar og notar hún mikið rafmagnshljóðfæri eins og trommuvélar og rafmagnsgítara. Hún samdi sum lögin á plöturnar sínar ásamt öðrum. Það tónlistarfólk sem hefur haft áhrif á hana eru Kelly Clarkson, The Used, Boys Like Girls, Michael Jackson, My Chemical Romance, Lady Gaga og Fergie og í viðtali við AOL sagði Tisdale: "Ég hef verið mikill aðdáandi Pink alveg síðan hún byrjaði. Ég elska húmor Katy Perry og popp/rokk fílinginn hennar. Ég elska tónlist Pat Benatar. Allar þessar konur hafa áhrif á mig þegar ég er á leiðinni í stúdíóið, en næstum allt hefur áhrif á mig."
Ímyndin og einkalíf
Tisdale er meðlimur í Creative Artist Agency. Árið 2007 birtist Tisdale í herferð fyrir Staples Inc. sem hét "Geared 4 School" en hún hefur einnig verið í herferðum fyrir Eckō Red fatamerkið. Ashley átti í ástarsambandi við Jared Murillo en sambandið endaði í mars 2009. Í mars 2007 sagði Ashley við Blender að hún væri laus við áfengi og vímuefni og reykti ekki og sagði til viðbótar: "mamma mín hefur mjög mikla trú á mér, svo ég er ekki einhver sem er undir hópþrýstingi." Hún var í 28. sæti yfir 100 "heitustu" konur heims árið 2008.
Ashley gekkst undir lýtaaðgerð í nóvember 2007 til þess að láta laga á sér nefið. Samkvæmt Tisdale var þetta gert heilsu hennar vegna en ekki vegna trúar á lýtaaðgerðir. Aðgerðin lagaði tvö brot á nefinu sem truflaðu hana við andadrátt. Hún talaði við tímaritið People um aðgerðina og sagði að hún hefði verið nauðsynleg og hún hafi viljað vera hreinskilin við aðdáendur sína.