Abdúlla bin Abdul Aziz al-Sád (arabíska: عبد الله بن عبد العزيز السعود; f. 1924, d. 23. janúar, 2015) var konungurSádí-Arabíu frá 1. ágúst2005. Hann tók við af hálfbróður sínum Fahd konungi. Faðir hans var Ibn Sád stofnandi konungsríkisins. Ibn Sád eignaðist 37 syni og Abdúlla var sá fimmti sem tók við konungsdæminu.
Abdúlla vann sig upp metorðastigann innan sádí-arabíska konungsdæmisins og var orðinn aðstoðarforsætisráðherra í júní 1982. Abdúlla var kvæntur 30 konum og átti með þeim a.m.k. 20 dætur og 15 syni.