Þorsteinn Hámundur Hannesson (fæddur 19. mars1917 á Siglufirði, dáinn 3. febrúar1999 í Reykjavík) var íslenskur tónlistarmaður.
Þorsteinn var í söngnámi hjá Sigurði Birkis 1939–1943 og við Royal College of Music í London frá 1943-1947. Einnig var hann í einkatímum hjá Josep Hislop og Irving Dennis. Þorsteinn var starfsmaður Verðlagsnefndar frá 1941 1943. Hann var aðaltenór hjá The Covent Garden Opera Company 1947 – 1954 og söng jafnframt sem gestur hjá The Royal Carl Rosa Opera Company, The Sadler's Wells Opera Company og óperunum í Cork á Írlandi og í Amsterdam í Hollandi. Hann söng einnig á tónleikum og í útvarpi í París og á tónleikum víða á Bretlandseyjum. Eftir heimkomuna frá London 1954 söng hann og lék mörg hlutverk í Þjóðleikhúsinu.
1955 – 1966. Hann var aðstoðarmaður forstjóra ÁTVR og síðar innkaupafulltrúi 1961 – 1969. Aðstoðartónlistarstjóri RÚV frá 1969 og síðan tónlistarstjóri þess 1975 – 1981. Hann vann við skráningu og flokkun sögulegs hljóðritasafns RÚV og hafði yfirumsjón með útgáfu valins efnis úr því safni. Einnig kenndi hann við Söngskólann í Reykjavík um skeið. Hann var í stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands 1956 – 1960 og 1975 – 1981. Í útvarpsráði sat hann frá 1963 – 1971. Þorsteinn sat í nefnd sem undirbjó stofnun sjónvarps á Íslandi. Hann var formaður barnaverndarnefndar Kópavogs 1962 – 1966, varaformaður 1966 – 1970. Hann var í undirbúningsnefnd að stofnun Tónlistarskóla Kópavogs og síðar í stjórn hans í fjögur ár. Þorsteinn sat í stjórn Lista- og menningarsjóðs Kópavogs 1974 – 1978. Einnig sat hann í stjórn Bandalags íslenskra listamanna um árabil og var varaforseti þess í tvö ár. Hann annaðist tónlistarþætti í RÚV í áratugi, las margar útvarpssögur og á seinni árum lék hann hlutverk í nokkrum kvikmyndum, meðal annars í Hvíta víkingnum, Atómstöðinni, Skyttunum og Kristnihaldi undir Jökli.
Hljómplatan Þorsteinn Hannesson - tenór kom út árið 1979 á vegum SG - hljómplatna. Á henni eru íslensk sönglög sem Þorsteinn söng. Fritz Weisshappel píanóleikari sá um undirleik.