Þjóðminjasafn Bretlands

Framhliðin á Þjóðminjasafni Bretlands.

Þjóðminjasafn Bretlands eða Breska safnið, (enska British Museum) er minjasafn í London. Það er eitt stærsta safn sögu- og menningarminja í heiminum. Þar eru um 13 milljón hlutir. Það var stofnað árið 1753 og samanstóð að mestu af safngripum vísindamannsins Hans Sloane. Safnið var opnað almenningi 15. janúar 1759 í Montagu House á Bloomsbury.

Líkt og með önnur þjóðminjasöfn á Bretlandi er aðgangur ókeypis.

51°31′10″N 0°7′37″V / 51.51944°N 0.12694°V / 51.51944; -0.12694 (British Museum)

  Þessi Lundúnagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.