Álverið í Straumsvík

Loftmynd af Álverinu í Straumsvík.

Álverið í Straumsvík (álverið er í daglegu tali starfsmanna nefnt ISAL eða ÍSAL) er hluti af Rio Tinto Alcan sem er álsvið alþjóðlega stórfyrirtækisins Rio Tinto. Ál er framleitt í álverinu með álbræðslu.

Álverið er staðsett í útjaðri Hafnarfjarðar. Búrfellsvirkjun sér álverinu fyrir orku. Álframleiðsla hófst 1969 en álverið var formlega opnað 3. maí 1970. Í byrjun árs 2020 tilkynnti Rio Tinto að framtíðarhorfur álversins væru mjög bágbornar vegna óhagstæðs orkuverðs á Íslandi og lágs verð á áli. Fram kom að búið væri að minnka framleiðslu niður í 85% framleiðslugetu vegna þessa.[1] Starfsleyfi Rio Tinto rennur út 1. nóvember 2020.[2]

Árið 2010 störfuðu hjá álverinu um 450 starfsmenn og var framleiðslugeta þess um 190.000 tonn á ári.

Haustið 2006 og vorið 2007 voru umræður í gangi um stækkun álversins, sem miðaði að því að auka afköstin. Þann 31. mars kusu íbúar Hafnarfjarðar í atkvæðagreiðslu um hvort samþykkja ætti deiliskipulagið sem heimilaði stækkun álversins.[3] Kjörsókn var nokkuð há 76,6 %, 12.747 af 16.647 Hafnfirðinga á kjörskrá kusu. Niðurstöðurnar urðu þær að 6.382 sögðu Nei (50,3%), Já sögðu 6.294 (49,3%) og auðir seðlar og ógildir voru 71. Aðeins munaði 88 atkvæðum að deiliskipulagið hefði verið samþykkt.[4]

Árið 2010 sömdu Rio Tinto Alcan og Landsvirkjun um endurnýjun á orkusamningi til ársins 2036.

Starfsemi

Samkvæmt fyrirtækinu sjálfu koma flutningaskip með um 30.000 tonn af súráli í hverjum mánuði.[5]

Heimildir

  1. „Rio Tinto to review future of ISAL smelter“. 12. janúar 2020.
  2. „Rio Tinto sækir um nýtt starfsleyfi“. 20. ágúst 2020.
  3. „Hafnarfj.: Bæjarráð fundar um Alcan“. Sótt 25. janúar 2007.
  4. „Stækkun álversins hafnað“. 1. apríl 2007. Sótt 3. apríl 2007.
  5. „Framleiðsla“.

Tenglar

  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.