Zenon frá Sídon (1. öld f.Kr.) var epikúrískur heimspekingur og samtímamaður Cícerós.
Í ritinu Um eðli guðanna (De Natura Deorum) (1. 34) segir Cíceró að Zenon hafi verið fullur fyrirlitningar í garð annarra heimspekinga og hafi jafnvel gengið svo langt að kalla Sókrates „attíska bavíanann“. Eigi að síður fjalla bæði Díogenes Laertíos og Cíceró um Zenon af virðingu og lýsa honum sem nákvæmum og fáguðum hugsuði.
Zenon taldi að hamingja væri ekki einungis fólgin í því að vera ánægður og farnast vel heldur einnig í raunhæfri von um að slíkt ástand myndi vara áfram. Póseidóníos fjallaði sérstaklega um skoðanir Zenons í einni ritgerða sinna.
Heimild
|
---|
Heimspekingar | |
---|
Heimspeki | |
---|
Hugtök | |
---|
Rit | |
---|