Metrodóros

Metrodóros (331–278 f.Kr.) var forngrískur heimspekingur og fylgismaður Epikúrosar. Þrátt fyrir að hann hafi verið einn fjögurra meginmálsvara epikúrismans hafa einungis brot úr ritum hans varðveist. Epikúros sagði hann ekki vera frumlegan hugsuð.

Ritverk

Þekktir eru titlar ritverka Metrodórosar. Meðal þeirra eru:

  • Gagnrýni á Demókrítos
  • Gegn eðlisfræðingunum (3 bækur)
  • Gegn fræðurunum (9 bækur)
  • Gegn rökfræðingunum
  • Gegn Tímókratesi
  • Leiðin til viskunnar
  • Um auð
  • Um breytingar
  • Um heilsubresti Epikúrosar
  • Um skynjanir
  • Um stórmennsku
  • Um ættgöfgi

Tengt efni

Heimild

  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.