Wes Chatham

Wes Chatham
Wes Chatham á fanexpo
Wes Chatham á fanexpo
Upplýsingar
FæddurJohn Wesley Chatham
Ár virkur2003 -
Helstu hlutverk
Isaac í Barbershop
Sam McBride í The Unit

Wes Chatham (fæddur John Wesley Chatham [1]) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í The Unit og Barbershop.

Einkalíf

Chatham fæddist í Atlanta, Georgíu en ólst upp fyrstu tíu árin í Savannah borg, Georgíu.[2] Þegar Chatham var 17 ára þá skráði hann sig í bandaríska sjóherinn.[3]

Ferill

Sjónvarp

Fyrsta sjónvarpshlutverk Chatham var árið 2005 í Barbershop. Árið 2009 þá var honum boðið stórt gestahlutverk í The Unit sem Sam McBride í loka þáttaröðinni.

Kvikmyndir

Fyrsta kvikmyndahlutverk Chatham var árið 2003 í The Fighting Temptations og hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við W, Husk og The Help.

Kvikmyndir og sjónvarp

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
2003 The Fighting Temptations Gjaldkeri sem John Wesley Chatham
2007 In the Valley of Elah Corporal Steve Penning
2008 W Bræðralags þvingari
2011 Husk Brian
2011 The Help Carlton Phelan
2012 The Philly Kid Dillon Kvikmyndatökum lokið
2011 This Thing with Sarah Ethan Í eftirvinnslu
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
2005 Barbershop Isaac 10 þættir
sem John Wesley Chatham
2005 Sleeper Cell Bræðralags strákur Þáttur: Al-Faitha
sem John Wesley Chatham
2009 The Unit Sam McBride 8 þættir
2011 Powers Docknovich Sjónvarpsmynd
Í eftirvinnslu

Tilvísanir

  1. Ferill Wes Chatham á IMDB síðunni
  2. „Viðtal við Wes Chatham árið 2009 í Savannah Morning News“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6 ágúst 2016. Sótt 26 febrúar 2012.
  3. Ævisaga Wes Chatham á IMDB síðunni

Heimildir

Tenglar