V-2-flugskeyti

Þversnið af V-2 flugskeyti.

Þýsku V-2-fluskeytin voru fyrstu langdrægu flugskeyti sögunnar. Þjóðverjar skutu fyrsta flugskeytinu af þessari gerð frá hafnarbænum Peenemünde árið 1942.

Þýski vísindamaðurinn Wernher von Braun stóð á bak við þróun flugskeytisins, en að stríðinu loknu flutti hann til Bandaríkjanna þar sem hann fékk strax starf hjá NASA við að búa til geimflaugar.

Nánast vonlaust var að verjast þessum flugskeytum. Þau flugu fyrst upp í níu kílómetra hæð, beygðu svo í átt að skotmarkinu og féllu svo að lokum til jarðar af svo miklum krafti að þau grófust niður í jörðina áður en þau sprungu.

V-2-flugskeyti voru fyrst notuð þann 6. september árið 1944, þegar tveimur slíkum var skotið á París. Fyrstu tilraunir mistókust en tveimur dögum síðar, þann 8. september, heppnuðust tilraunirnar betur. Næsta hálfa árið skutu Þjóðverjar meira en þrjú þúsund flugskeytum á óvini sína, flestum á Lundúnir og á Antwerpen í Belgíu. Áætlað er að stríðstólið hafi kostað nærri 8.000 manns lífið. Síðustu V-2-flugskeytunum var skotið 27. mars árið 1945 á England og Belgíu. Nærri 200 manns féllu í þeim árásum.

Tengill

Heimild