Tvísöngur eða fimmundasöngur er séríslenskt afbrigði af tveggja radda söng sem einkennist af því að sungið er í fimmundum og að raddirnar krossast.
Raddirnar skiptast í laglínu og fylgirödd (í nótum kallað vox principalis og vox organalis, eða bassi og tenór). Í þjóðlagasafni séra Bjarna Þorsteinssonar er að finna rúmlega 40 tvísöngva og er sá elsti skrifaður niður árið 1473 á Munkaþverá.
Stundum er talað um tvær aðferðir við flutning tvísöngva. Annars vegar er sungið í tvísöng og hins vegar kveðið í tvísöng.
Dæmi um tvísöngva
Sungið í tvísöng:
Kveðið í tvísöng:
- Enginn grætur Íslending
- Farvel Hólar fyrr og síð
- Hér er ekkert hrafnaþing
- Höldum gleði hátt á loft
- Lækurinn
- Yfir kaldan eyðisand
Tengt efni
Heimildir