Troye Sivan Mellet (f. 5. júní 1995) er ástralskur söngvari, lagahöfundur og leikari. Hann varð fyrst frægur eftir að gefið út myndbönd á YouTube og hafa sungið í áströlskum hæfileikakeppnum. Hann skrifaði undir hjá EMI Australia árið 2013 og gaf út stuttskífuna TRXYE (2014) sem komst í fimmta sæti á bandaríska Billboard 200 listann.
Önnur breiðskífan hans, Bloom (2018), náði topp fimm í Ástralíu og Bandaríkjunum. Lagið „My My My!“ varð önnur smáskífa Sivan til að ná fyrsta sæti á Billboard Dance Club Songs listanum.[6] Þriðja hljóðversplatan hans, Something to Give Each Other, kom út 13. október 2023 og voru þrjár smáskífur gefnar út; „Rush“, „Got Me Started“, og „One of Your Girls“. Sivan hlaut fyrstu Grammy tilnefningarnar sínar árið 2024 fyrir bestu danspopp upptökuna (Best Pop Dance Recording) og besta tónlistarmyndbandið (Best Music Video).