Tom Cruise

Tom árið 2019

Thomas Cruise Mapother IV (fæddur 3. júlí 1962) er bandarískur leikari. Hann hefur verið tilnefndur til þrennra Óskarsverðlauna og hefur unnið þrenn Golden Globe-verðlaun.

Fyrsta kvikmynd sem Cruise lék í var The Outsiders (1983) eftir Francis Ford Coppola leikstjóra en fyrsta kvikmynd þar sem hann lék aðalhlutverk var Risky Business, sem kom út ágúst sama árið. Hann lék hetjulegan sjóliðsflugmann í Top Gun (1986), sem var vinsæl og fjárhagslega farsæl mynd. Hann lék slíkt hlutverk í Mission: Impossible-myndunum sem komu út á tíunda áratugnum og fyrsta áratug 21. aldarinnar. Auk þessara mynda hefur hann leikið í öðrum farsælum kvikmyndum eins og Rain Man (1986), Days of Thunder (1990), A Few Good Men (1992), Jerry Maguire (1996), Magnolia (1999), Vanilla Sky (2001), Minority Report (2002), The Last Samurai (2003), Collateral (2004) and War of the Worlds (2005) Mission: Impossible - Ghost Protocol (2012).

Cruise er giftur Katie Holmes leikkonu síðan 2006 en áður var giftur Nicole Kidman frá 1990 til 2001. Fyrir það var hann giftur Mimi Rogers leikkonu. Cruise er meðlimur í Vísindakirkjunni.

Tom Cruise kom til Íslands í júní 2012 og hafði aðsetur að Hrafnabjörgum í Eyjafjarðarsveit. Hann ferðaðist milli tökustaðar og Eyjafjarðar í þyrlu. Hann hélt vöku fyrir íbúum Reykjadals allan tíman. Hann flaug yfir á þyrlu sinni oft klukkan 00:00 um nóttina.

Meðan á dvöl hans á Íslandi stóð kom Katie Holmes í heimsókn og var ein síðasta[heimild vantar] myndin af þeim tveimur saman tekin á Laugarveginum, því fyrir enda mánaðarins voru þau skilin. Til hafði staðið að hann héldi upp á 50 ára afmælið sitt á Íslandi[heimild vantar] en þess í stað fór hann af landi brott með syni sínum.

  Þessi kvikmyndagrein sem tengist æviágripi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.