Thisted (~Týsstaður) er hafnarbær á vestanverðu Norður-Jótlandi við Limafjörð. Árið 2018 voru um 13.400 íbúar í Thisted. Thisted fékk nafn sitt frá guðinum Týr (danska: Tyr). Ekki er vitað hvenær Thisted fékk kaupstaðarréttindi en talið er líklegt að það hafi gerst um árið 1500.
Thisted brugghús er þekkt fyrir eðalbjóra og sérvörur eins og lífrænt ræktaðan bjór.