Hann lét af prófessorsstöðu sinni árið 1868 og fluttist til Bonn þar sem hann helgaði sig rannsóknum á klassíkum bókmenntum. Hann lést þann 20. júlí árið 1881 í Ragatz í Sviss, þar sem hann dvaldi sér til heilsuhreystingar.
Bergk ritaði margt en orðspor hans hvílir fyrst og fremst á ritum hans um forngrískar bókmenntir, ekki síst lýrísk skáld. Rit hans Poetae Lyrici Graeci (Grísku lýrísku skáldin) (1843) og Griechische Litteraturgeschichte (Grísk bókmenntasaga) (1872–1887) (sem G. Hinrichs og R. Peppmuüller luku við) eru undirstöðurit.
Bergk ritstýrði einnig kvæðum Anakreons (1834), brotum Aristófanesar (1840), ritum Aristófanesar (3. útg., 1872), Sófóklesar (2. útg., 1868) og úrvaldi úr kvæðum lýrísku skáldanna (4. útg., 1890). Meðal annarra verka hans má nefna: Augusti Rerum a se gestarum Index (1873), Inschriften römischer Schleudergeschosse (1876), Zur Geschichte und Topographie der Rheinlande in römischer Zeit (1882), Beitrage zur romischen Chronologie (1884).
Pepmüller ritstýrði ritgerðum Bergks um ýmis textafræðileg efni, Kleine philologische Schriften (1884–1886).